Erlent

Ítarlegar reglur varðandi nauðganir á þrælum ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahópnum Jasídum, voru hnepptar í ánauð af vígamönnum ISIS.
Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahópnum Jasídum, voru hnepptar í ánauð af vígamönnum ISIS. Vísir/EPA
Trúfræðingar Íslamska ríkisins birtu í byrjun ársins ítarlegar reglur um hvenær, hvernig og undir hvaða kringumstæðum, vígamenn hryðjuverkasamtakanna mættu nota kvenkyns þræla sína í kynferðislegum tilgangi. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir það sem kallað var „brot varðandi meðferð kvenkyns fanga“. Úrskurðurinn eða Fatwa er sagður vera tilraun ISIS til að nota forn lög til að réttlæta kynlífsþrælkun þúsunda kvenna í Sýrlandi og í Írak.

Úrskurðurinn var meðal gagna sem bandarískir sérsveitarmenn lögðu hald á þegar þeir felldu yfirmann fjármála ISIS fyrr á árinu.

Hægt er að skoða enska þýðingu af úrskurðinum hér á vef Reuters, en blaðamenn fréttaveitunnar hafa fengið aðgang að hluta gagnanna.

Meðal þess sem úrskurðurinn segir til um er að feðgar megi ekki nota sömu konuna. Þá má eigandi mæðgna ekki nota þær báðar í kynferðislegum tilgangi. Þar að auki er ekki leyfilegt að selja konu sem hefur orðið ólétt eftir eiganda sinn. Hún má ekki fara í fóstureyðingu og þegar eigandi hennar lætur lífið fær hún frelsi.

Vígamenn samtakanna hafa lengi verið sakaðir um að hafa rænt og nauðgað konum í þúsundatali. Þá sérstaklega varð minnihlutahópurinn Jasídar fyrir barðinu á þeim.

Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming.

Konur og stúlkur allt niður í tólf ára aldur hafa verið veittar vígamönnum samtakanna sem þykja hafa staðið sig vel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×