Brast í grát við að segja frá voðaverkum ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2016 16:17 Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“ Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
„Ég óska þess að norska ríkisstjórnin, og ríkisstjórnir annarra landa, sjái það að verið er að drepa okkur vegna trúar okkar. Það verður að kalla þetta þjóðarmorð.“ Þetta segir Nadía Múrad, 22 ára jadísk kona, sem sagði sína sögu í sjónvarpsþættinum Urix í norska ríkissjónvarpinu í vikunni. Nadía átti erfitt með að halda aftur af tárunum er hún lýsti því hvernig liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið rændu henni úr heimabæ sínum í norður-Írak og gerðu að kynlífsþræl sínum. Nadía ferðast um þessar mundir um Norðurlöndin til þess að vekja athygli á þjáningum þeirra Jasída sem enn eru í haldi. Í viðtalinu við Urix, sem sjá má brot úr hér fyrir neðan, brestur hún í grát þegar hún sér mynd af konu klæddri í hvíta Jasídaflík. „Það er út af þessari flík sem gamla konan er í sem ég hef ferðast til allra þessara landa að segja sögu mína,“ segir hún. „Þetta er klæðnaður okkar og móðir mín klæddist fötum sem þessum. Við erum drepin vegna trúar okkar og vegna þess að við klæðumst þessum fötum.“Sjá einnig:Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Jasídar eru íraskur minnihlutahópur sem hefur mátt þola gífurlegt ofbeldi og stríðsglæpi af hálfu Íslamska ríkisins undanfarin ár. Nadía er einn þeirra þúsunda barna og kvenna sem neyddar hafa verið í þrælkun en einnig hefur heilu þorpunum verið eitt og þúsundir manna teknir af lífi. Nadía var fangi hryðjuverkamannanna í þrjá mánuði og mátti þola hópnauðgun af þeirra hálfu. Hún náði að flýja í nóvember í fyrra og hefur sótt um hæli í Stuttgart í Þýskalandi. Hún sagði sögu sína fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í desember og hvatti þar samtökin til útrýma vígamönnum Íslamska ríkisins fyrir fullt og allt. „Þeir beita nauðgunum til þess að eyðileggja líf stúlkna og kvenna,“ sagði hún í ræðu sinni þar. „ISIS notar Jasída konur eins og kjöt sem má kaupa og selja. Ég bið ykkur, eyðið ISIS.“
Tengdar fréttir ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20 Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16 Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18 Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
ISIS-liðar með um 3.500 þræla í Írak Stærstur hluti þrælanna eru konur og börn úr hópi Jasída og öðrum minnihlutahópum. 19. janúar 2016 11:20
Gríðarlegt ofbeldi gegn borgurum í Írak Sameinuðu þjóðirnar segja minnst 18 þúsund borgara hafa fallið frá 1. janúar 2014 til 31. október 2015. 19. janúar 2016 17:16
Liðsmenn ISIS eyðilögðu elsta munkaklaustrið í Írak Gervihnattamyndir benda til þess að klaustrið hafi verið sprengt síðla árs 2014, fljótlega eftir að vígamenn ISIS náðu tökum á Mosul. 20. janúar 2016 13:18
Ætla að „grafa“ ISIS Forseti Afganistan segir hryðjuverkasamtökin vera ógn gegn stöðugleika landsins. 25. janúar 2016 10:30