Enski boltinn

Klopp skilur ekki leikmenn sem elta Kínagullið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp furðar sig á leikmönnum sem fara til Kína til að spila fótbolta.
Klopp furðar sig á leikmönnum sem fara til Kína til að spila fótbolta. vísir/getty
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, undrar sig á því að leikmenn fari til Kína til að spila fótbolta. Hann segir að eina ástæðan fyrir því séu þeir miklu peningar sem eru í umferð í Kína.

Brasilíumaðurinn Oscar var í gær kynntur sem leikmaður Shanghai SIPG en kínverska liðið borgaði Chelsea 52 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Oscar, sem er 25 ára, fær 400.000 pund í vikulaun hjá Shanghai, sem gerir hann að launahæsta leikmanni heims.

„Ég hef ekki hugmynd af hverju fólk tekur svona ákvarðanir. Fyrir mér er þetta ekki möguleiki. Eins og staðan er í dag er þetta ekki deild sem þú vilt í alvörunni spila í. Liðin þarna geta bara fengið leikmenn með því að borga háar fjárhæðir,“ sagði Klopp.

„Sum félög í Evrópu hafa svipaðar hugmyndir um England. Peningarnir kaupa bestu leikmennina. Ef leikmaður ákveður að fara til Kína er venjulega farið að síga á seinni hluta ferilsins. Í öllum stóru deildunum í Evrópu þénar þú nógu mikið,“ bætti Þjóðverjinn við.


Tengdar fréttir

Oscar búinn að tryggja sér Kínagullið

Oscar er orðinn leikmaður kínverska liðsins Shanghai SIPG en félagið hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Chelsea um kaup á leikmanninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×