Micheal Keane í viðtali við Messuna: „Þar fannst mér að ferillinn væri á enda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. desember 2016 14:00 Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Michael Keane, miðvörður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið verðskuldaða athygli á þessari leiktíð en hann hefur verið sem klettur í vörninni hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans. Keane er uppalinn hjá Manchester United þar sem hann var hluti af frábæru unglingaliði en með því spilaði dýrasti fótboltamaður sögunnar. Hjörvar Hafliðason hitti Keane að máli þegar Messan fór á æfingu hjá Burnley á dögunum. „Við vorum með frábært lið þar sem stærsta nafnið var Paul Pogba. Svo voru þarna Ravel Morrison, ég og bróðir minn, Will Keane, auk Jesse Lingard. Við vorum með frábært lið og margir þessara leikmanna hafa náð langt síðan,“ segir Keane. „Á þessum tíma náðum við vel saman og lögðum mikið á okkur og liðsandinn var góður. Það var frábært að vera hluti af þessu liði en það er bara synd að tveir eða þrír leikmenn af þessum hópi gátu ekki haldið áfram hjá United og fengið tækifæri með aðalliðinu eins og ég.“Michael Keane í leik með Burnley.vísir/gettyÖrlagaríkt kvöld Keane spilaði aðeins fimm leiki fyrir United en hans síðasti var deildabikarleikur gegn C-deildarliðinu MK Dons í ágúst 2014 þegar hann var 21 árs gamall. Slök byrjun Louis van Gaal með United-liðið toppaði sig þar þegar United tapaði, 4-0. Keane átti skelfilegan dag í vörninni, ekki það að aðrir leikmenn liðsins spiluðu vel, en þetta örlagaríka kvöld endaði í raun ferill hans hjá Manchester United. „Það er auðvitað erfitt að fá tækifæri hjá United því félagið fær til sín bestu leikmenn heims, en þegar maður fær tækifærið verður maður að grípa það,“ segir Keane. „Ég fékk nokkra leiki og spilaði oftast ágætlega en síðan átti ég slæman dag gegn MK Dons og þar fannst mér að ferillinn væri á enda. Þetta er einn af þeim leikjum að ef hann hefði farið öðruvísi hefðu hlutirnir kannski breyst.“ „Ég sé ekki eftir neinu. Auðvitað óska ég þess að ég hefði spilað betur í þessum leik en að koma til Burnley hefur gert mig að betri leikmanni þannig ég tel þetta á endanum rétta ákvörðun,“ segir Michael Keane. Brot úr viðtali Hjörvars við Michael Keane má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15 Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00 Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Landsliðsfyrirliðinn opnar sig um Meistaradeildina og meiðslin á EM. 12. desember 2016 15:15
Messan: Hjörvar þjarmaði að Pep Guardiola Messudrengir voru mættir á blaðamannafund Pep Guardiola um síðustu helgi eftir leik Man. City gegn Burnley. Þar nýtti Hjörvar Hafliðason tækifærið til að henda spurningu á spænska stjórann. 29. nóvember 2016 12:00
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30
Viðtal Messunnar við Jóa Berg eftir leikinn við Man. City Messan er nýkomin heim frá Englandi þar sem Messudrengir hittu okkar menn í enska boltanum og fleiri góða til. 29. nóvember 2016 09:00