Gummi Ben spjallar við Aron Einar: „Ég hefði betur spilað meiddur á móti Frakklandi“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2016 15:15 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, er einn þeirra fjögurra landsliðsmanna sem Messan hitti á för sinni um England á dögunum. Aron Einar spilar reyndar í Wales með Cardiff. Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar, settist niður með Aroni Einari er þeir horfðu saman á Meistaradeildina og spjölluðu en úr varð alveg frábært viðtal og verður brot úr því sýnt í Messunni á Stöð 2 Sport HD í kvöld en þátturinn hefst klukkan 21.00.Sjá einnig:Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fyrsta brotið úr viðtalinu er frumsýnt hér á Vísi en það má sjá í spilaranum hér að ofan.Aron Einar var bara heill á móti Frakklandi í 5-2 tapinu.vísir/gettyVar aldrei að fara að sleppa EM Fyrst þeir félagarnir voru að horfa á Meistaradeildina fannst Gumma Ben ekki úr vegi að spyrja Aron Einar hvenær hann ætlar sér að spila í þessari sterkustu deild heims, en hann hefur aldrei spilað Evrópuleik með félagsliði. „Ég hef bara verið í Championship-deildinni í rauninni þannig ég hef ekkert komist að þar, því miður. Planið er samt algjörlega að heyra þetta Meistaradeildarlag einhverntíma „live“,“ segir Aron Einar. Gummi Ben, sem hafði það gott í sófanum hjá Aroni er hann lá aftur og dreypti á rauðvíni, spurði fyrirliðann út í EM þar sem hann var meiddur nær allan tímann. Hvað voru æfingarnar margar sem Aron náði að klára frá byrjun til enda? „Þær voru ekki margar. Ef maður setur þetta saman...“ segir Aron en Gummi hlær og grípur fram í: „Þú getur ekkert sett saman í eina heila æfingu.“ Aron hlær. „Rólegur. Þetta á ekki að vera nein árás. Það voru nokkrar æfingar þar sem ég var bara að fela mig. Ég var á handbremsunni í Frakklandi í rauninni þar til ákveðið er að kalla á hnykkjara út,“ segir hann. „Eini leikurinn sem ég var meiðslalaus var á móti Frakklandi. Ég hefði betur spilað hann meiddur. Það var eini leikurinn sem ég fann ekki fyrir náranum.“ „Það var eitthvað virkilega að stoppa mig í mjöðminni. Ég var draghaltur eftir alla leiki og gat ekkert æft. Það var eitthvað í hausnum á manni sem dró mann áfram. Þetta var stærsta sviðið sem ég gat mögulega verið að spila á og ég var ekkert að fara að missa af þessu út af einverju náraveseni,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Enski boltinn Tengdar fréttir Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Spurningakeppni Messunnar: „Var Hemmi Hreiðars þar? Þeir hafa þá líklega fallið“ Fjórir landsliðsmenn í fótbolta spreyta sig í spurningakeppni Messunnar. 12. desember 2016 12:30