Getur ekkert og er hættulegur fyrir liðin sín en samt keyptur fyrir samtals 17 milljarða Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 09:00 David Luiz hefur spilað með stórum liðum í stórum deildum og þénað mikið sama hvað er sagt um hann. vísir/getty Brasilíski miðvörðurinn David Luiz samdi í gær við Chelsea öðru sinni á sínum ferli en enska félagið borgar Paris Saint-Germain 34 milljónir punda fyrir leikmanninn sem það keypti á 50 milljónir punda fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Þetta er í annað sinn sem Chelsea kaupir David Luiz á lokadegi félagaskipta en Lundúnarliðið borgaði 25 milljónir punda fyrir hann frá Benfica 31. janúar 2011. Hann spilaði þá í þrjú ár með Chelsea áður en hann var seldur til Parísar.A closer look at David Luiz's #CFC career. More here: https://t.co/qZBTOieQsj#SSNHQ#DeadlineDaypic.twitter.com/U41zQXsozC — Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) August 31, 2016 Sitt sýnist hverjum um þessi kaup Chelsea en þessi brasilíski varnarmaður hefur ekki alltaf heillað sparkspekinga, hvorki með félagsliði sínu eða brasilíska landsliðinu. Þessi hárprúði miðvörður sem getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður þykir stundum hreinlega ekki alveg í takt við leikinn og gerir stundum alveg ævintýraleg mistök sem kosta liðin hans mörk og leiki. BBC tók saman tilvitnanir fjögurra fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanna sem nú starfa sem sparkspekingar um Luiz.David Luiz's combined transfer fees: £110m Yet many say he can't defend...https://t.co/Yq9gqJChq1#DeadlineDaypic.twitter.com/lOpbqzy8iY — BBC 5 live Sport (@5liveSport) August 31, 2016Jamie Redknapp: „Hann er dragbítur fyrir liðið sitt og alltof villtur.“Alan Hansen: „Hann er hvatvís og lætur draga sig úr úr stöðu endalaust. Hann sækir fram á við þegar hann þarf að fara til baka og fer til baka þegar hann á að sækja.“Gary Lineker: „David Luiz er ekki góður varnarmaður og hann verður það aldrei.“Roy Keane: „Það lítur út eins og hann viti ekki hvað hann er að gera“ Ferill David Luiz endurspeglar engan vegin þessi orð því hann hefur nú verið keyptur til Benfica, Chelsea, PSG og Chelsea aftur fyrir samtals 110 milljónir punda eða því sem nemur 17 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur á sínum ferli unnið portúgölsku úrvalsdeildina einu sinni, enska bikarinn, Evrópudeildina og Meistaradeildina með Chelsea. Þá er hann tvöfaldur franskur meistari og bikarmeistari með PSG. Luiz á að baki 55 leiki með brasilíska landsliðinu en með því hann vann hann álfukeppnina á heimavelli árið 2013 og komst í undanúrslit HM 2014 þar sem hann átti reyndar stóra sök á 7-1 tapi Brasilíu gegn Þýskalandi. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00 Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Brasilíski miðvörðurinn David Luiz samdi í gær við Chelsea öðru sinni á sínum ferli en enska félagið borgar Paris Saint-Germain 34 milljónir punda fyrir leikmanninn sem það keypti á 50 milljónir punda fyrir tveimur árum.Sjá einnig:Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Þetta er í annað sinn sem Chelsea kaupir David Luiz á lokadegi félagaskipta en Lundúnarliðið borgaði 25 milljónir punda fyrir hann frá Benfica 31. janúar 2011. Hann spilaði þá í þrjú ár með Chelsea áður en hann var seldur til Parísar.A closer look at David Luiz's #CFC career. More here: https://t.co/qZBTOieQsj#SSNHQ#DeadlineDaypic.twitter.com/U41zQXsozC — Sky Sports News HQ (@SkySportsNewsHQ) August 31, 2016 Sitt sýnist hverjum um þessi kaup Chelsea en þessi brasilíski varnarmaður hefur ekki alltaf heillað sparkspekinga, hvorki með félagsliði sínu eða brasilíska landsliðinu. Þessi hárprúði miðvörður sem getur einnig spilað sem varnarsinnaður miðjumaður þykir stundum hreinlega ekki alveg í takt við leikinn og gerir stundum alveg ævintýraleg mistök sem kosta liðin hans mörk og leiki. BBC tók saman tilvitnanir fjögurra fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanna sem nú starfa sem sparkspekingar um Luiz.David Luiz's combined transfer fees: £110m Yet many say he can't defend...https://t.co/Yq9gqJChq1#DeadlineDaypic.twitter.com/lOpbqzy8iY — BBC 5 live Sport (@5liveSport) August 31, 2016Jamie Redknapp: „Hann er dragbítur fyrir liðið sitt og alltof villtur.“Alan Hansen: „Hann er hvatvís og lætur draga sig úr úr stöðu endalaust. Hann sækir fram á við þegar hann þarf að fara til baka og fer til baka þegar hann á að sækja.“Gary Lineker: „David Luiz er ekki góður varnarmaður og hann verður það aldrei.“Roy Keane: „Það lítur út eins og hann viti ekki hvað hann er að gera“ Ferill David Luiz endurspeglar engan vegin þessi orð því hann hefur nú verið keyptur til Benfica, Chelsea, PSG og Chelsea aftur fyrir samtals 110 milljónir punda eða því sem nemur 17 milljörðum íslenskra króna. Hann hefur á sínum ferli unnið portúgölsku úrvalsdeildina einu sinni, enska bikarinn, Evrópudeildina og Meistaradeildina með Chelsea. Þá er hann tvöfaldur franskur meistari og bikarmeistari með PSG. Luiz á að baki 55 leiki með brasilíska landsliðinu en með því hann vann hann álfukeppnina á heimavelli árið 2013 og komst í undanúrslit HM 2014 þar sem hann átti reyndar stóra sök á 7-1 tapi Brasilíu gegn Þýskalandi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00 Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00
Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Gamla metið sem sett var í fyrra mölbrotið eftir að nýr sjónvarpssamningur jók tekjur félaganna margfalt. 1. september 2016 07:00