Ensku félögin eyddu ríflega einum milljarði punda Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 07:00 Paul Pogba er dýrasti leikmaður sögunnar. vísir/getty Félögin 20 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eyddu í fyrsta sinn ríflega milljarði punda í nýja leikmenn í einum leikmannaglugga en sumarglugganum þetta árið var lokað í gærkvöldi. Heildareyðsla félaganna nam 1,165 milljarði punda en þau komust yfir milljarðinn á miðvikudaginn, degi áður en lokadagur félagaskipta rann upp. Í gær eyddu félögin samtals 155 milljónum punda. Met var sett í fyrra þegar eyðslan nam 870 milljónum punda en eftir að félögin högnuðust verulega á nýjum 5,1 milljarða punda sjónvarpssamning fór eyðslan í fyrsta sinn yfir einn milljarð. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu að meðaltali 60 milljónum punda en 155 milljónunum sem eytt var í gær var einnig met á lokadegi félagaskipta. Gamla metið var frá lokadegi sumargluggans 2013 þegar félögin eyddu samtals 140 milljónum punda. Félögin fjögur sem keppa fyrir hönd Englands í Meistaradeildinni í vetur; Arsenal, Tottenham, Manchester City og Englandsmeistarar Leicester, eyddu samtals 385 milljónum punda eða um þriðjungi heildareyðslunnar. Félagaskiptametið var svo auðvitað slegið þegar Manchester United borgaði 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba frá Juventus.Hér má sjá nánari fréttaskýringu BBC um þennan sögulega félagaskiptaglugga. Enski boltinn Tengdar fréttir Maðurinn sem Kolbeinn fiskaði af velli kominn til Stoke Stoke City lætur ekki sitt eftir liggja á lokadegi félagaskiptagluggans en félagið hefur kynnt tvo nýja leikmenn til leiks í dag. 31. ágúst 2016 16:30 Alonso kominn til Chelsea Chelsea er búið að kaupa varnarmann en það er ekki David Luiz. 31. ágúst 2016 16:01 Leicester staðfestir kaupin á Slimani Englandsmeistarar Leicester City hafa staðfest kaupin á alsírska framherjanum Islam Slimani frá Sporting Lissabon. 31. ágúst 2016 20:22 Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00 Spurs stal Sissoko af Everton Tottenham Hotspur hafði betur í baráttu við Everton um franska landsliðsmanninn Moussa Sissoko. 31. ágúst 2016 22:58 Wilshere lánaður til Bournemouth út tímabilið Bournemouth hefur staðfest komu Jack Wilshere frá Arsenal. 31. ágúst 2016 20:36 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira
Félögin 20 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eyddu í fyrsta sinn ríflega milljarði punda í nýja leikmenn í einum leikmannaglugga en sumarglugganum þetta árið var lokað í gærkvöldi. Heildareyðsla félaganna nam 1,165 milljarði punda en þau komust yfir milljarðinn á miðvikudaginn, degi áður en lokadagur félagaskipta rann upp. Í gær eyddu félögin samtals 155 milljónum punda. Met var sett í fyrra þegar eyðslan nam 870 milljónum punda en eftir að félögin högnuðust verulega á nýjum 5,1 milljarða punda sjónvarpssamning fór eyðslan í fyrsta sinn yfir einn milljarð. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu að meðaltali 60 milljónum punda en 155 milljónunum sem eytt var í gær var einnig met á lokadegi félagaskipta. Gamla metið var frá lokadegi sumargluggans 2013 þegar félögin eyddu samtals 140 milljónum punda. Félögin fjögur sem keppa fyrir hönd Englands í Meistaradeildinni í vetur; Arsenal, Tottenham, Manchester City og Englandsmeistarar Leicester, eyddu samtals 385 milljónum punda eða um þriðjungi heildareyðslunnar. Félagaskiptametið var svo auðvitað slegið þegar Manchester United borgaði 89 milljónir punda fyrir Paul Pogba frá Juventus.Hér má sjá nánari fréttaskýringu BBC um þennan sögulega félagaskiptaglugga.
Enski boltinn Tengdar fréttir Maðurinn sem Kolbeinn fiskaði af velli kominn til Stoke Stoke City lætur ekki sitt eftir liggja á lokadegi félagaskiptagluggans en félagið hefur kynnt tvo nýja leikmenn til leiks í dag. 31. ágúst 2016 16:30 Alonso kominn til Chelsea Chelsea er búið að kaupa varnarmann en það er ekki David Luiz. 31. ágúst 2016 16:01 Leicester staðfestir kaupin á Slimani Englandsmeistarar Leicester City hafa staðfest kaupin á alsírska framherjanum Islam Slimani frá Sporting Lissabon. 31. ágúst 2016 20:22 Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00 Spurs stal Sissoko af Everton Tottenham Hotspur hafði betur í baráttu við Everton um franska landsliðsmanninn Moussa Sissoko. 31. ágúst 2016 22:58 Wilshere lánaður til Bournemouth út tímabilið Bournemouth hefur staðfest komu Jack Wilshere frá Arsenal. 31. ágúst 2016 20:36 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Sjá meira
Maðurinn sem Kolbeinn fiskaði af velli kominn til Stoke Stoke City lætur ekki sitt eftir liggja á lokadegi félagaskiptagluggans en félagið hefur kynnt tvo nýja leikmenn til leiks í dag. 31. ágúst 2016 16:30
Alonso kominn til Chelsea Chelsea er búið að kaupa varnarmann en það er ekki David Luiz. 31. ágúst 2016 16:01
Leicester staðfestir kaupin á Slimani Englandsmeistarar Leicester City hafa staðfest kaupin á alsírska framherjanum Islam Slimani frá Sporting Lissabon. 31. ágúst 2016 20:22
Chelsea staðfestir endurkomu David Luiz Chelsea staðfesti í kvöld félagaskipti brasilíska miðvarðarins David Luiz frá Paris Saint-Germain. 31. ágúst 2016 22:00
Spurs stal Sissoko af Everton Tottenham Hotspur hafði betur í baráttu við Everton um franska landsliðsmanninn Moussa Sissoko. 31. ágúst 2016 22:58
Wilshere lánaður til Bournemouth út tímabilið Bournemouth hefur staðfest komu Jack Wilshere frá Arsenal. 31. ágúst 2016 20:36