Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 11:50 Vísir/EPA „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu. Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
„Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu.
Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira