Fjölmargir fallið í árásum í Frakklandi Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2016 11:50 Vísir/EPA „Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu. Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
„Hryðjuverk eru ógn sem liggur þungt á Frakklandi þessa stundina,“ sagði Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands nú í morgun. Minnst 84 voru myrtir í borginni Nice í gær í árás sem hefur verið skilgreind sem hryðjuverk. Undanfarna 18 mánuði hafa minnst 230 manns fallið í árásum hryðjuverkasamtaka og einstaklinga í fjölda árása í Frakklandi. Enn hafa engir lýst yfir ábyrgð á árásinni í gær. Íslamska ríkið hefur ekki gert það, en vígamenn og stuðningsmenn samtakanna fagna árásinni. Sömuleiðis hefur al-Qaeda ekki lýst yfir ábyrgð, en bæði samtökin hafa kallað eftir árásum af þessu tagi á undanförnum árum.Yfirlit yfir árásir í Frakklandi.Vísir/Graphic NewsSjá einnig: Allt um ódæðið í NiceÞann 7. janúar í fyrra réðust vopnaðir menn inn á skrifstofu tímaritsins Charlie Hebdo í París og myrtu þar starfsmenn. Tólf létu lífið og ellefu særðust. Degi seinna var lögreglukona myrt fyrir utan París og þann 9. janúar myrti vopnaður maður fjóra í matarverslun gyðinga í borginni. Hann tók fólk í gíslingu en var að endingu felldur af lögreglu.Þann 3. febrúar 2015 réðst maður vopnaður hnífi að þremur hermönnum og særði þá, en enginn þeirra lét lífið. Hermennirnir stóðu vörð um samfélag gyðinga í Nice.26. júní 2015 Árásarmaður hálshjó yfirmann sinn í verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier. Tveir aðrir særðust í árásinni en maðurinn reyndi að sprengja verksmiðjuna í loft upp.21. ágúst 2015 Maður vopnaður árásarriffli hóf skothríð í lest á milli Amsterdam og Parísar. Hann særði þrjá áður en farþegar yfirbuguðu hann.13. nóvember 2015 130 manns létu lífið í fjölmörgum árásum í París. Vopnaðir menn með sprengjubelti réðust inn á Bataclan tónleikahúsið, þrír menn sprengdu sig í loft upp nærri Stade de France þar sem landsleikur fór fram, þá var einnig skotið á fólk á kaffihúsum og veitingastöðum.13. júní 2016 Tveir lögregluþjónar voru myrtir af manni sem var vopnaður hnífi í bænum Yvelines. Árásarmaðurinn var felldur af lögreglu.
Charlie Hebdo Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í Nice Hryðjuverk í París Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira