Fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Erlent 11.7.2025 19:17 Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið. Innlent 11.7.2025 18:13 Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Árekstur varð milli bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á spítala en ástand þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 11.7.2025 17:28 Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. Innlent 11.7.2025 17:04 Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Varðskipið Þór er væntanlegt til landsins í næstu viku eftir að hafa verið í slipp í Noregi í rúman mánuð. Innlent 11.7.2025 16:20 Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Innlent 11.7.2025 16:08 Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Innlent 11.7.2025 14:52 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. Innlent 11.7.2025 14:21 Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Lögreglan á Vesturlandi er með slys sem varð í rennibrautinni í Stykkishólmi um miðja síðustu viku til rannsóknar. Börn voru þar að leik og var ungur drengur fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Innlent 11.7.2025 14:04 Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hafi í dag sett fordæmi sem muni eftir til vill koma í bakið á honum fyrr en síðar. „Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi.“ Innlent 11.7.2025 12:40 Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Heilbrigðisnefnd Suðurlands áformar að krefjast lokunar rekstrar Seljalandsfoss ehf. innan mánaðar, þar sem ekki liggur fyrir heimild fyrir salernisgámum á svæðinu samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Innlent 11.7.2025 12:22 „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. Innlent 11.7.2025 12:18 „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Innlent 11.7.2025 11:54 Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna. Innlent 11.7.2025 11:53 Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Stjórnarandstaðan brást harkalega við þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, greip til 71. greinar stjórnskipunarlaga og efndi til atkvæðagreiðslu um að stöðva 2. umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og taka málið til atkvæðagreiðslu. Innlent 11.7.2025 11:48 Velti bílnum við Fjarðarhraun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. Innlent 11.7.2025 10:58 Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Innlent 11.7.2025 10:54 Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. Innlent 11.7.2025 10:40 Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31 „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Innlent 11.7.2025 10:29 Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. Innlent 11.7.2025 09:48 Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram dagana 1. til 6. júní. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í þessum aðgerðum hafi lögreglan farið á þriðja tug staða eða heimila til að athuga með 250 manns. Innlent 11.7.2025 09:24 „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 11.7.2025 09:16 Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Innlent 11.7.2025 08:06 Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum. Innlent 11.7.2025 07:54 Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11.7.2025 07:33 Halda áfram að ræða veiðigjöldin Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Innlent 11.7.2025 07:30 Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. Erlent 11.7.2025 07:13 Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. Innlent 11.7.2025 07:03 Draga Dettifoss til Reykjavíkur Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. Innlent 11.7.2025 06:40 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Indverska tenniskonan Radhika Yadav var skotin til bana af föður sínum, Deepak Yadav, meðan hún eldaði morgunmat á heimili þeirra í þorpinu Wazirabad á Indlandi á fimmtudag. Radhika hlaut þrjú skotsár á baki og lést af sárum sínum áður en hún komst á spítala. Erlent 11.7.2025 19:17
Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Söguleg tíðindi urðu á Alþingi í dag þegar þingforseti tilkynnti að hún hygðist stöðva 2. umræðu um veiðigjöldin. Umræðan hefur staðið yfir í rúman mánuð. Við förum yfir atburðarrás dagsins, kryfjum kjarnorkuákvæðið svokallaða með stjórnmálafræðingi og fáum formann Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformann Viðreisnar í settið. Innlent 11.7.2025 18:13
Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Árekstur varð milli bíls og vespu á gatnamótum Dalshrauns og Hafnarfjarðarvegs um fimmleytið í dag. Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á spítala en ástand þeirra liggur ekki fyrir. Innlent 11.7.2025 17:28
Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis. Innlent 11.7.2025 17:04
Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Varðskipið Þór er væntanlegt til landsins í næstu viku eftir að hafa verið í slipp í Noregi í rúman mánuð. Innlent 11.7.2025 16:20
Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Annarri umræðu um frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingu á veiðigjöldum er nú lokið og málið verður tekið fyrir í nefnd síðar í dag. Ætla má að þar stoppi það stutt en þá tekur við þriðja umræða. Ekki er hægt að leggjast í málþóf í þriðju umræðu en þó er hægt að ræða málið lengi vel, sé sá gállinn á þingmönnum. Innlent 11.7.2025 16:08
Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Einn karlmaður var handtekinn í umfangsmiklum alþjóðlegum aðgerðum íslenskra lögreglu um mansal á Íslandi. Maðurinn sem var handtekinn gekkst undir sektargerð vegna vændiskaupa. Hann var handtekinn á vettvangi þegar lögregla fylgdist með húsnæðinu. Innlent 11.7.2025 14:52
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. Innlent 11.7.2025 14:21
Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Lögreglan á Vesturlandi er með slys sem varð í rennibrautinni í Stykkishólmi um miðja síðustu viku til rannsóknar. Börn voru þar að leik og var ungur drengur fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Innlent 11.7.2025 14:04
Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsætisráðherra hafi í dag sett fordæmi sem muni eftir til vill koma í bakið á honum fyrr en síðar. „Forsætisráðherra mun koma til með að sjá eftir þessum degi.“ Innlent 11.7.2025 12:40
Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Heilbrigðisnefnd Suðurlands áformar að krefjast lokunar rekstrar Seljalandsfoss ehf. innan mánaðar, þar sem ekki liggur fyrir heimild fyrir salernisgámum á svæðinu samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Innlent 11.7.2025 12:22
„Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna. Innlent 11.7.2025 12:18
„Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir allar aðrar ríkisstjórnir en Kristrúnar Frostadóttur hefðu tekið frumvarp um breytingar á veiðigjaldi til baka og unnið betur, frekar en að keyra það í gegnum þingið. „Þetta er mjög dimmur dagur í sögu Alþingis Íslendinga.“ Innlent 11.7.2025 11:54
Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna. Innlent 11.7.2025 11:53
Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Stjórnarandstaðan brást harkalega við þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, greip til 71. greinar stjórnskipunarlaga og efndi til atkvæðagreiðslu um að stöðva 2. umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og taka málið til atkvæðagreiðslu. Innlent 11.7.2025 11:48
Velti bílnum við Fjarðarhraun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sjúkrabíll voru kölluð til á ellefta tímanum í dag vegna umferðarslyss við gatnamót Fjarðarhrauns og Stakkahrauns. Innlent 11.7.2025 10:58
Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Flytja þarf hluta starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri vegna myglu sem kom upp á rannsóknarstofu sjúkrahússins í vetur. Forstjóri segir breytingarnar ekki hafa áhrif á starfsemi sjúkrahússins. Innlent 11.7.2025 10:54
Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. Innlent 11.7.2025 10:40
Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Yvette Cooper, innanríkisráðherra Breta, segist gera ráð fyrir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggi blessun sína yfir fyrirætlanir Breta og Frakka um skipti á hælisleitendum. Erlent 11.7.2025 10:31
„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Innlent 11.7.2025 10:29
Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur lagt til að umræðum um veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra verði hætt og gengið til atkvæða um málið. Þetta gerði Þórunn við upphaf þingfundar í morgun. Innlent 11.7.2025 09:48
Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Íslensk lögregluyfirvöld fundu 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð sem fór fram dagana 1. til 6. júní. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að í þessum aðgerðum hafi lögreglan farið á þriðja tug staða eða heimila til að athuga með 250 manns. Innlent 11.7.2025 09:24
„Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Þingflokksformennirnir Ragnar Þór Ingólfsson, í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, í Miðflokki, segja að hnúturinn á þinginu verði alltaf leystur með samningum. Valkostirnir séu skýrir. Bergþór og Ragnar Þór voru til viðtals um stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 11.7.2025 09:16
Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Sögu laxveiða í Borgarfirði eru gerð góð skil á nýrri sýningu á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri. Sýningarstjórinn segir að Borgarfjörður sé vagga laxveiða á Íslandi en tekjur af laxveiði eru til dæmis rúmlega 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu. Innlent 11.7.2025 08:06
Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Eigendur líkamsræktarstöðvarinnar World Class mótmæla breytingum á aðalskipulagi sem þau segja brjóti gegn óbeinum eignarétti þeirra á bílastæðum í Laugardalnum. World Class hefur fengið afnot af bílastæðum gjaldfrjálst í rúm tuttugu ár en þar á að rísa skólaþorp. Forsvarsmenn stöðvarinnar krefjast bóta verði ekki fallið frá áformunum. Innlent 11.7.2025 07:54
Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Alþjóðabankinn áætlar að tíu ára enduruppbygging Úkraínu muni kosta um það bil 524 milljarða dala en færi svo að Rússum yrði að ósk sinni og þeir fengju þau svæði sem þeir hafa nú þegar lagt undir sig í friðarsamningum, myndu tæplega 200 milljarðar dala falla á þá. Erlent 11.7.2025 07:33
Halda áfram að ræða veiðigjöldin Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Innlent 11.7.2025 07:30
Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Verkalýðsflokkur Kúrda mun hefja afvopnun sína frá og með deginum í dag en gert er ráð fyrir að ferlið muni standa fram á haust. Erlent 11.7.2025 07:13
Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Anna Guðný Baldursdóttir bóndi undirbýr sig núna fyrir þátttöku í lengstu og erfiðustu kappreið heims, Mongol Derby. Keppnin hefst þann 4. ágúst í Ulaanbatar. Anna Guðný segir það langþráðan draum að taka þátt í keppninni. Aðeins einu sinni áður hefur Íslendingur tekið þátt en það var Aníta Aradóttir árið 2014. 46 taka þátt í keppninni í ár. Innlent 11.7.2025 07:03
Draga Dettifoss til Reykjavíkur Varðskipið Freyja er nú að draga Dettifoss, fragtskip Eimskips, til Reykjavíkur eftir að það síðarnefnda varð vélarvana í gær. Innlent 11.7.2025 06:40