Fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. Innlent 24.8.2025 22:00 Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24.8.2025 21:33 Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Erlent 24.8.2025 21:05 Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Innlent 24.8.2025 20:05 Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Innlent 24.8.2025 19:36 Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. Erlent 24.8.2025 18:46 Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. Innlent 24.8.2025 18:28 Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. Innlent 24.8.2025 16:35 Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. Innlent 24.8.2025 16:07 Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir. Innlent 24.8.2025 15:03 Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Innlent 24.8.2025 13:46 Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni. Innlent 24.8.2025 13:19 Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Innlent 24.8.2025 13:12 Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Íslandsmeistari í hrútaþukli verður krýndur í dag en mikil hrútahátíð fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þennan sunnudag. Innlent 24.8.2025 12:05 Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Forsvarsmenn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar segjast harmi slegnir vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. Það megi teljast kraftaverk að ekki hafi farið verr og verða verkferlar nú endurskoðaðir. Innlent 24.8.2025 12:02 Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Akstursíþróttasamfélagið er harmi slegið vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. Innlent 24.8.2025 11:55 Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Ríkisstjóri Illinois í Bandaríkjunum sakar Bandaríkjaforseta um valdníðslu, vegna áforma hans um að senda hermenn til Chicago. Hann segir aðgerðirnar óþarfar og muni einungis leiða til verra ástands en ella. Erlent 24.8.2025 10:20 Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. Innlent 24.8.2025 09:45 Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig. Veður 24.8.2025 08:05 „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Innlent 24.8.2025 07:39 Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru. Innlent 24.8.2025 00:10 Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Innlent 23.8.2025 23:51 Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Ekki mátti miklu muna á að harður árekstur hefði orðið á Biskupstungnabraut við Ingólfsfjall í dag við heldur glannalegan framúrakstur í mikilli umferð. Innlent 23.8.2025 22:41 Algjört hrun í fálkastofninum Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Innlent 23.8.2025 21:33 Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23.8.2025 21:26 Jökulhlaupið í hægum vexti Jökulhlaup sem hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er enn í gangi, og enn mælist vöxtur á vatnshæð. Áin virðist enn vera rísa rétt fyrir ofan Húsafell en en vöxturinn er mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Innlent 23.8.2025 20:16 Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aðalskrautið á fuglunum. Innlent 23.8.2025 19:20 Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.8.2025 18:54 Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu, en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Karlmaður sem starfaði við leikskólann situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn öðru barni. Innlent 23.8.2025 18:26 Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. Innlent 23.8.2025 16:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Heildarstuðningur Íslands við Úkraínu hefur numið rúmum þrettán milljörðum frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa. Úkraínskur framleiðandi drónahugbúnaðar segir hina svokölluðu dönsku leið, sem Ísland hefur stutt, vera eina áhrifaríkustu leiðina til að styðja við Úkraínu. Innlent 24.8.2025 22:00
Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Steindór Örn Gunnarsson, smiður, var endurkjörinn formaður Hallveigar, Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann hefur gegnt stöðunni frá 2024. Innlent 24.8.2025 21:33
Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Friedrich Merz Þýskalandskanslari segir að velferðarkerfi Þýskalands sé ekki fjárhagslega sjálfbært lengur. Á fundi Kristilegra demókrata á laugardaginn sagði hann að árangur ríkisstjórnarinnar hvað ríkisfjármálin varðar hafi ekki verið nógu góður hingað til, og kallaði eftir auknu aðhaldi í rekstri ríkisins og hertri útlendingalöggjöf. Erlent 24.8.2025 21:05
Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Það var mikið sjónarspil á Gaddstaðaflötum á Hellu í gærkvöldi þegar kveikt var í Bergþórshvoli, eftirlíkingu af húsi Njáls Þorgeirssonar, bónda, höfðingja og lögspekings úr Brennu – Njálssögu. Þúsundir gesta fylgdust með brennunni úr brekkunni, en með henni lauk fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Innlent 24.8.2025 20:05
Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Innlent 24.8.2025 19:36
Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. Erlent 24.8.2025 18:46
Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. Innlent 24.8.2025 18:28
Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Mennta- og barnamálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu í júní í fyrra að ákvörðun starfsfólks Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um að loka sex ára gamalt barn inni í einveruherbergi í apríl 2023 hafi verið ólögmætt líkamlegt inngrip. Innlent 24.8.2025 16:35
Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Magnús Bjarki Snæbjörnsson smiður leitar nú logandi ljósi að kofa sem hann keypti af sveitarfélaginu Bláskógabyggð og ætlaði að flytja að sumarhúsi frændfólks síns og gera upp. Kofann keypti hann síðustu mánaðamót af Bláskógabyggð, en þegar hann fór að sækja hann í dag var hann horfinn. Innlent 24.8.2025 16:07
Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir. Innlent 24.8.2025 15:03
Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Innlent 24.8.2025 13:46
Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni. Innlent 24.8.2025 13:19
Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Innlent 24.8.2025 13:12
Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Íslandsmeistari í hrútaþukli verður krýndur í dag en mikil hrútahátíð fer fram á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum þennan sunnudag. Innlent 24.8.2025 12:05
Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Forsvarsmenn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar segjast harmi slegnir vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. Það megi teljast kraftaverk að ekki hafi farið verr og verða verkferlar nú endurskoðaðir. Innlent 24.8.2025 12:02
Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Akstursíþróttasamfélagið er harmi slegið vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. Innlent 24.8.2025 11:55
Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Ríkisstjóri Illinois í Bandaríkjunum sakar Bandaríkjaforseta um valdníðslu, vegna áforma hans um að senda hermenn til Chicago. Hann segir aðgerðirnar óþarfar og muni einungis leiða til verra ástands en ella. Erlent 24.8.2025 10:20
Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi Það er fjölbreytt dagskrá að vanda í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Fyrstur kemur Davíð Þór Björgvinsson, prófessor í lögfræði, og ræðir um fullveldishugtakið í tengslum við hugsanlega aðildarumsókn að ESB og fer meðal annars yfir nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá sem verða að eiga sér stað í slíku ferli. Innlent 24.8.2025 09:45
Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Hæð yfir Norðursjó og lægðarsvæði vestur og suðvestur af Íslandi beinir hlýju og röku lofti til landsins í dag. Því verður sunnan og suðaustan stinningsgola en sums staðar má búast við strekking og rigningu með köflum. Nokkuð hlýtt verður, eða á bilinu þrettán til 22 stig. Veður 24.8.2025 08:05
„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Innlent 24.8.2025 07:39
Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru. Innlent 24.8.2025 00:10
Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Innlent 23.8.2025 23:51
Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Ekki mátti miklu muna á að harður árekstur hefði orðið á Biskupstungnabraut við Ingólfsfjall í dag við heldur glannalegan framúrakstur í mikilli umferð. Innlent 23.8.2025 22:41
Algjört hrun í fálkastofninum Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Innlent 23.8.2025 21:33
Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23.8.2025 21:26
Jökulhlaupið í hægum vexti Jökulhlaup sem hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er enn í gangi, og enn mælist vöxtur á vatnshæð. Áin virðist enn vera rísa rétt fyrir ofan Húsafell en en vöxturinn er mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Innlent 23.8.2025 20:16
Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aðalskrautið á fuglunum. Innlent 23.8.2025 19:20
Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.8.2025 18:54
Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu, en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Karlmaður sem starfaði við leikskólann situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn öðru barni. Innlent 23.8.2025 18:26
Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. Innlent 23.8.2025 16:35