Fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Hamraborg. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Innlent 13.9.2025 23:41 Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13.9.2025 22:50 Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Innlent 13.9.2025 21:31 Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. Innlent 13.9.2025 21:29 Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Hætt hefur verið leit að þremur ferðamönnum sem hurfu sporlaust á eyjunni Vogum yfir tveggja daga tímabil fyrir viku síðan. Tveggja suður-kóreskra kvenna og eins mexíkósks manns er enn saknað. Erlent 13.9.2025 20:19 Sungið og sungið í Tungnaréttum Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Innlent 13.9.2025 20:05 Jóhannes Valgeir er látinn Jóhannes Valgeir Reynisson, einnig þekktur sem Blái naglinn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Hann var 72 ára gamall. Innlent 13.9.2025 19:54 Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Rússnesk fylgildi rufu lofthelgi Rúmeníu í dag. Þau fóru að sögn úkraínskra stjórnvalda um það bil tíu kílómetra inn fyrir landamæri Rúmeníu og voru þar í um fimmtíu mínútur. Erlent 13.9.2025 19:44 ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 19:30 Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. Innlent 13.9.2025 18:53 Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Úkraínumenn gerðu í dag flygildaárás á eina stærstu olíuvinnslustöð Rússlands. Haft er eftir rússneskum embættismönnum að eldur hafi kviknað út frá sprengingunni en að tjónið sé minniháttar. Erlent 13.9.2025 18:07 ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 18:00 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Erlent 13.9.2025 16:40 Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Að minnsta kosti 25 manns slösuðust í gassprengingu í Madríd, höfuðborg Spánar, í dag. Erlent 13.9.2025 15:59 Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Erlent 13.9.2025 15:08 „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13.9.2025 14:47 Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Innlent 13.9.2025 14:16 Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Innlent 13.9.2025 14:03 „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. Erlent 13.9.2025 13:25 Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Innlent 13.9.2025 12:04 „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Innlent 13.9.2025 12:01 Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13.9.2025 11:27 Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. Innlent 13.9.2025 11:05 Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13.9.2025 10:37 Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sushila Karki hefur verið útnefnd forsætisráðherra Nepal, fyrst kvenna. Mannskæð mótmæli og óeirðir hafa brotist út í landinu síðustu daga og ráðherrar í framhaldinu sagt af sér. Erlent 13.9.2025 09:38 Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint. Erlent 13.9.2025 08:38 Blautt víðast hvar Nokkrar minniháttar lægðir hringsóla kringum landið og tilheyrandi úrkomusvæði valda blautviðri víðast hvar um helgina. Norðaustan strekkingur eða allhvass vindur á Vestfjörðum í fyrstu, en annars mun hægari vindur. Veður 13.9.2025 07:42 Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. Innlent 13.9.2025 07:29 „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ „Þetta var svo dýrkeypt fráfall af því að hann var svo efnilegur; hann var bráðgáfaður, hæfileikaríkur og falleg sál. Mér finnst sárt að hugsa til þess hvað hefði getað orðið – ef bróðir minn hefði fengið þá hjálp sem hann þurfti,“ segir Daníel Örn Sigurðsson en yngri bróðir hans, Steindór Smári Sveinsson svipti sig lífi árið 2018 eftir áralanga baráttu við fíknivanda og geðraskanir. Hann var einungis 32 ára gamall. Innlent 13.9.2025 07:00 Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. Erlent 12.9.2025 23:20 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Hamraborg. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Innlent 13.9.2025 23:41
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Umfangsmikil aðgerð stendur yfir í Hamraborg í Kópavogi. Lögregla er með nokkra bíla á vettvangi og nýtur auk þess aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Innlent 13.9.2025 22:50
Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að sérstök hverfislögreglustöð verði starfrækt að nýju í Breiðholti og hyggst leggja fram tillögu þess efnis í borgarstjórn. Hann segir að dæmi séu um að íbúar og rekstraraðilar í hverfinu hafi þurft að bíða í hátt í hálftíma eftir því að fá lögreglu á vettvang. Innlent 13.9.2025 21:31
Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Alma Möller heilbrigðisráðherra segir talsverðrar vanþekkingar gæta í opinberri umræðu um málefni og stöðu trans fólks á Íslandi. Sérfræðingar stígi ógjarnan fram af ótta við ónæði eða aðkast. Innlent 13.9.2025 21:29
Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Hætt hefur verið leit að þremur ferðamönnum sem hurfu sporlaust á eyjunni Vogum yfir tveggja daga tímabil fyrir viku síðan. Tveggja suður-kóreskra kvenna og eins mexíkósks manns er enn saknað. Erlent 13.9.2025 20:19
Sungið og sungið í Tungnaréttum Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf. Innlent 13.9.2025 20:05
Jóhannes Valgeir er látinn Jóhannes Valgeir Reynisson, einnig þekktur sem Blái naglinn, lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær. Hann var 72 ára gamall. Innlent 13.9.2025 19:54
Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Rússnesk fylgildi rufu lofthelgi Rúmeníu í dag. Þau fóru að sögn úkraínskra stjórnvalda um það bil tíu kílómetra inn fyrir landamæri Rúmeníu og voru þar í um fimmtíu mínútur. Erlent 13.9.2025 19:44
ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 19:30
Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. Innlent 13.9.2025 18:53
Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Úkraínumenn gerðu í dag flygildaárás á eina stærstu olíuvinnslustöð Rússlands. Haft er eftir rússneskum embættismönnum að eldur hafi kviknað út frá sprengingunni en að tjónið sé minniháttar. Erlent 13.9.2025 18:07
ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 18:00
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. Erlent 13.9.2025 16:40
Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Að minnsta kosti 25 manns slösuðust í gassprengingu í Madríd, höfuðborg Spánar, í dag. Erlent 13.9.2025 15:59
Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Erlent 13.9.2025 15:08
„Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. Innlent 13.9.2025 14:47
Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til E. coli sýkingar í neysluvatni Stöðvarfjarðar ættu brátt að heyra sögunni til en bæjarstjórn hefur fest kaup á sérstöku tæki til hreinsunar vatnsins. Tvær sýkingar í vatnsbólinu hafa komið upp á rúmum mánuði en bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir von á búnaðinum til landsins í næsta mánuði. Innlent 13.9.2025 14:16
Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar en fjölgunin hefur oft verið um tíu prósent á ári síðustu ár. Oddviti sveitarfélagsins segir næga vinnu að hafa í sveitarfélaginu og nóg af lausum lóðum sé til fyrir nýbyggingar. Innlent 13.9.2025 14:03
„Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Ungi maðurinn sem grunaður er um að bana íhaldssama áhrifavaldinum Charlie Kirk í Utah á miðvikudag ólst upp í hægrisinnaðri mormónafjölskyldu þar sem skotvopn virðast hafa verið í hávegum höfð. Þó foreldrar hans séu repúblikanar er hann sjálfur ekki skráður í flokk og hefur aldrei kosið. Kunningjar hans lýsa honum sem hlédrægu gáfnaljósi með mikinn áhuga á tölvuleikjum. Hann hafi alla tíð verið afbragðsnámsmaður, og jafnvel smá kennarasleikja. Erlent 13.9.2025 13:25
Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Innlent 13.9.2025 12:04
„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Innlent 13.9.2025 12:01
Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Flugmaðurinn Greg Fletcher, sem nauðlenti Douglas Dakota-flugvél á Sólheimasandi árið 1973 og bjargaði þannig lífi allra um borð, heimsótti í gær gamlar heimaslóðir á Ásbrú í Reykjanesbæ. Með honum í för var Halla Tómasdóttir forseti Íslands. Innlent 13.9.2025 11:27
Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, sitjandi forseti Ungs jafnaðarfólks, hefur dregið til baka framboð sitt til áframhaldandi embættissetu. Það stefndi í forsetaslag tveggja virkra flokksmanna á landsþingi UJ í dag en mótframbjóðandi hennar er nú einn í framboði. Innlent 13.9.2025 11:05
Stebbi í Lúdó látinn Stefán Jónsson söngvari er látinn, 82 ára að aldri. Stefán var einn af fyrstu rokksöngvurum Íslands og er þekktastur fyrir að syngja með hljómsveitinni Lúdó, sem hann var iðulega kenndur við. Innlent 13.9.2025 10:37
Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Sushila Karki hefur verið útnefnd forsætisráðherra Nepal, fyrst kvenna. Mannskæð mótmæli og óeirðir hafa brotist út í landinu síðustu daga og ráðherrar í framhaldinu sagt af sér. Erlent 13.9.2025 09:38
Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erika Kirk, ekkja hægri-áhrifavaldsins Charlie Kirk sem var skotinn til bana á miðvikudag, tjáði sig opinberlega í fyrsta sinn frá morðinu í gærkvöldi. Hún hét því að halda boðskap hans á lífi og ávarpaði morðingja hans beint. Erlent 13.9.2025 08:38
Blautt víðast hvar Nokkrar minniháttar lægðir hringsóla kringum landið og tilheyrandi úrkomusvæði valda blautviðri víðast hvar um helgina. Norðaustan strekkingur eða allhvass vindur á Vestfjörðum í fyrstu, en annars mun hægari vindur. Veður 13.9.2025 07:42
Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti 87 málum í gærkvöldi og í nótt. Þá voru þrír vistaðir í fangaklefa á tímabilinu. Stór hluti útkalla sem lögregla fjallar um vörðuðu áfengisölvun. Innlent 13.9.2025 07:29
„Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ „Þetta var svo dýrkeypt fráfall af því að hann var svo efnilegur; hann var bráðgáfaður, hæfileikaríkur og falleg sál. Mér finnst sárt að hugsa til þess hvað hefði getað orðið – ef bróðir minn hefði fengið þá hjálp sem hann þurfti,“ segir Daníel Örn Sigurðsson en yngri bróðir hans, Steindór Smári Sveinsson svipti sig lífi árið 2018 eftir áralanga baráttu við fíknivanda og geðraskanir. Hann var einungis 32 ára gamall. Innlent 13.9.2025 07:00
Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Pete Hegseth varnarmálaráðherra, og verðandi stríðsmálaráðherra, Bandaríkjanna hefur fyrirskipað ráðuneytinu að kemba samfélagsmiðla starfsfólks í leit að „óviðeigandi ummælum“ varðandi morðið á áhrifavaldinum öfgafulla Charlie Kirk. Erlent 12.9.2025 23:20