Fréttir

Segja stutt í sam­komu­lag en sprengjum rignir enn

Forsætisráðherra Ísraels segir að Ísrael og Hamas nálgist samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Bandaríkjaforseti er bjartsýnn og segir Ísraela hafa samþykkt að draga herinn af hluta Gasa til að greiða fyrir fangaskiptum en Ísraelsmenn hafa þó ekki hlýtt ósk hans um að hætta að sprengja. Stríðandi fylkingar ganga að samningaborðinu á mánudag.

Erlent

Prestur í Dal­vík sver af sér kjafta­sögur um ó­kristi­lega hegðun

Séra Erla Björk Jónsdóttir prestur á Dalvík sver af sér rætnar kjaftasögur sem gengið hafa um bæjarfélagið af meintri syndugri hegðun hennar, svo sem framhjáhaldi. Henni sárnar einnig að fólk spinni um hana ósannar sögur af meintum fíknivanda. Erla áréttar að hún og eiginmaður hennar séu ekki að skilja, heldur séu hún í leyfi vegna slæmra veikinda.

Innlent

Eldur í þvotta­húsi á Granda

Slökkvilið var ræst út vegna minniháttar eldsvoða í þvottahúsinu Fjöður að Fiskislóð á Granda í vesturbæ Reykjavíkur rétt fyrir klukkan 21 í kvöld. Vel tókst að slökkva eldinn.

Innlent

Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékk­landi

Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega.

Erlent

Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést

Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar.

Erlent

Fram­kvæmdirnar komi eftir á­kall frá í­búum

Undanfarið hefur verið unnið að endurbótum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar. Markmið framkvæmda á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar er að auka umferðaöryggi án þess að draga úr afkastagetu og þjónustustigi gatnamótanna. Íbúar í hverfinu eru sagðir hafa óskað eftir því lengi að umferðaröryggi á þessum stað yrði bætt.

Innlent

Skrítin af­staða BSRB og ASÍ

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. 

Innlent

Loft­á­rásir í kjöl­far á­kalls Trumps

Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans.

Erlent

Tekist á um leik­skóla­mál og á­rásir á Gasa

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf.

Innlent

Flogið á ný í München eftir mögu­legt drónaflug

Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu.

Erlent

Sleppum ekki al­veg við leiðindi

Djúp lægð skammt norður af Hjaltlandi veldur nú illviðri í norðvestanverðri Evrópu, ýmist hvössum vindi eða úrhellisrigningu, segir í textaspá Veðurstofunnar.

Veður

Rann­saka mögu­lega stunguárás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um líkamsárás í Reykjavík. Talað var um árásina sem hnífstungu.

Innlent

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliða­ár opnast

Báðar nýju göngu- og hjólabrýrnar yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hafa verið opnaðar umferð. Vinna við þær er á lokametrunum en búið að tengja þær báðar við stígakerfi Elliðaárdals.

Innlent

„Af hverju ertu svona í framan?“

Gunnar Örn Backman lýsir særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit.  Gunnar, sem er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu, segir útlitið ástæðu viðbragðs lögreglu enda vanur fordómum vegna útlits síns. Hann telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“

Innlent

„Al­gjör­lega al­veg út í hött“

Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi.

Innlent

Um­ferðin færist inn á íbúðagötur

Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn.

Innlent

Skipar Ísraelum að hætta að sprengja

„Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“

Erlent