Fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um. Innlent 26.10.2025 14:46 Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa. Erlent 26.10.2025 14:44 Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Erlent 26.10.2025 13:33 Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Innlent 26.10.2025 13:05 Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ. Innlent 26.10.2025 12:24 Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 12:02 Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag en þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 11:45 Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Erlent 26.10.2025 10:32 Er enn að vinna úr því að hafa lifað „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. Innlent 26.10.2025 09:52 Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar. Erlent 26.10.2025 09:41 Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 26.10.2025 09:22 Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. Erlent 26.10.2025 08:56 Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. Erlent 26.10.2025 08:12 Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði. Innlent 26.10.2025 07:30 Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26.10.2025 07:02 Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Svokölluð pop-up-sala fór fram í Mosfellsbæ í dag á ýmsum varningi tengdum flugfélaginu Play. Innlent 25.10.2025 23:35 Áhugasamir smalahundar á námskeiði Fjárbændur segja ekkert jafnast á við það að eiga góðan smalahund. Þeir sækja nú námskeið þar sem þeir fá kennslu í að leiðbeina ferfætlingunum hvernig þeim ber að vinna vinnuna sína. Innlent 25.10.2025 23:10 Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur. Erlent 25.10.2025 22:30 Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Eldur kviknaði í rafhlöðu í tengiltvinnbíl á Seltjarnarnesi. Slökkviliðið er á vettvangi. Innlent 25.10.2025 21:38 Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Innlent 25.10.2025 19:45 Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25.10.2025 19:32 Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Erlent 25.10.2025 18:46 Nánast enginn fái að kaupa íbúð Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 25.10.2025 18:00 Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. Innlent 25.10.2025 17:33 Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 25.10.2025 16:27 „Túnin eru bara hvít“ Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Innlent 25.10.2025 16:02 Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Innlent 25.10.2025 15:14 Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Miklar deilur urðu á félagsfundi Sósíalistaflokksins í dag eftir að fundargestir vildu að haldinn yrði auka aðalfundur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir fundarstjóra hafa ekki fylgt eigin lýðræðisreglum og einnig stöðvað kosningu um fundarstjóra og ritara. Innlent 25.10.2025 14:35 Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Innlent 25.10.2025 13:38 Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Ærslabelgur og aparóla eru tvö af þeim atriðum, sem Barna- og ungmennaþing á Hvolsvelli hafa komið í gegn hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra og eru orðin að veruleika. Nú er það gervigrasvöllur, sem unga fólkinu dreymir um að fá á Hvolsvöll. Innlent 25.10.2025 12:33 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um. Innlent 26.10.2025 14:46
Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Leiðtogar uppreisnarsveita Rapid Support Forces (RSF) í Súdan segjast hafa handsamað höfuðstöðvar stjórnarhersins í borginni el-Fasher. RSF-liðar hafa setið um borgina um langt skeið en hún er sú stærsta í Darfur-héraði sem stjórnin heldur enn. Óttast er að blóðbað muni fylgja á hæla falls borgarinnar, þar sem að minnsta kosti 250 þúsund manns eru talin búa. Erlent 26.10.2025 14:44
Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Bandaríska varnarmálaráðuneytið þáði 130 milljóna dala peningagjöf frá kauphéðni til þess að greiða laun hermanna meðan ríkisstofnanir Bandaríkjanna liggja í lamasessi vegna þráteflis á þinginu. Lítið hefur farið fyrir auðjöfrinum, sem nefnist Timothy Mellon, en hann er erfingi eins elsta fjármálaveldis Bandaríkjanna. Erlent 26.10.2025 13:33
Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Innlent 26.10.2025 13:05
Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ. Innlent 26.10.2025 12:24
Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 12:02
Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag en þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 11:45
Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum. Erlent 26.10.2025 10:32
Er enn að vinna úr því að hafa lifað „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. Innlent 26.10.2025 09:52
Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Tveir menn hafa verið handteknir vegna ránsins í Louvre um síðustu helgi. Annar þeirra ku hafa verið handtekinn á leið um borð í flugvél til Alsír um klukkan tíu í gærkvöldi og hinn var handtekinn í eða við París skömmu síðar. Erlent 26.10.2025 09:41
Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 26.10.2025 09:22
Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær. Erlent 26.10.2025 08:56
Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa lokið tilraunum með kjarnorkuknúna eldflaug sem getur einnig borið kjarnorkuvopn. Stýriflaugin á að hafa verið á loft í fimmtán klukkustundir og flogið um fjórtán þúsund kílómetra en Vladimír Pútín, forseti, segir vopnið vera einstakt. Ekkert annað ríki búi yfir sambærilegu vopni. Erlent 26.10.2025 08:12
Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði. Innlent 26.10.2025 07:30
Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26.10.2025 07:02
Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Svokölluð pop-up-sala fór fram í Mosfellsbæ í dag á ýmsum varningi tengdum flugfélaginu Play. Innlent 25.10.2025 23:35
Áhugasamir smalahundar á námskeiði Fjárbændur segja ekkert jafnast á við það að eiga góðan smalahund. Þeir sækja nú námskeið þar sem þeir fá kennslu í að leiðbeina ferfætlingunum hvernig þeim ber að vinna vinnuna sína. Innlent 25.10.2025 23:10
Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur. Erlent 25.10.2025 22:30
Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Eldur kviknaði í rafhlöðu í tengiltvinnbíl á Seltjarnarnesi. Slökkviliðið er á vettvangi. Innlent 25.10.2025 21:38
Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Innlent 25.10.2025 19:45
Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. Erlent 25.10.2025 19:32
Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. Erlent 25.10.2025 18:46
Nánast enginn fái að kaupa íbúð Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 25.10.2025 18:00
Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. Innlent 25.10.2025 17:33
Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 25.10.2025 16:27
„Túnin eru bara hvít“ Oddviti Rangárþings ytra vill að brugðist verði við gríðarlegri fjölgun álfta í sveitarfélaginu. Hann segir álftirnar gera bændum lífið leitt, þær valdi tjóni á ræktarlandi sem nemi milljónum króna. Innlent 25.10.2025 16:02
Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Ef breyta á lögum um áminningarskyldu ætti sú umræða heima í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna, að mati forseta ASÍ. Hann segir að ný könnun Maskínu, sem sýnir að meginþungi opinberra starfsmanna vilji afnema áminningarskyldu, sé vopn í höndum fjármálaráðherra. Innlent 25.10.2025 15:14
Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Miklar deilur urðu á félagsfundi Sósíalistaflokksins í dag eftir að fundargestir vildu að haldinn yrði auka aðalfundur. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir fundarstjóra hafa ekki fylgt eigin lýðræðisreglum og einnig stöðvað kosningu um fundarstjóra og ritara. Innlent 25.10.2025 14:35
Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Innlent 25.10.2025 13:38
Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Ærslabelgur og aparóla eru tvö af þeim atriðum, sem Barna- og ungmennaþing á Hvolsvelli hafa komið í gegn hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra og eru orðin að veruleika. Nú er það gervigrasvöllur, sem unga fólkinu dreymir um að fá á Hvolsvöll. Innlent 25.10.2025 12:33