Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 09:25 Sprengingar hafa heyrst í bænum í morgun. Vísir/AFP Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar. Mið-Austurlönd Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira