Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2016 14:00 Abdeslam á hlaupum skömmu áður en hann var særður. Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Salah Abdeslam, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Lögmaður hans segir hann ekki starfa með lögreglu í skiptum fyrir vægari refsingu. Þá hefur lögreglan borið kennsl á vitorðsmann hans, sem enn leikur lausum hala. Vitorðsmaðurinn heitir Najim Laachraoui og er 24 ára gamall. DNA úr honum fannst í íbúð þar sem fjórir lögregluþjónar særðust í áhlaupi á íbúðina og Abdeslam og Laachraoui komust undan. Þriðji maðurinn Mohammed Belkaid, var skotinn til bana af lögreglu. Hann var innflytjandi frá Alsír.Lögreglan í Brussel hefur birt þessa mynd af Najim Laachraoui.Vitað er að Laachraoui ferðaðist til Sýrlands í febrúar 2013 en lögreglan í Belgíu hefur biðlað til almennings að vera á varðbergi gagnvart honum. Auk hans er einnig leitað að Mohamed Abrini, en hann var með Abdeslam á bensínstöð tveimur dögum fyrir árásirnar í París. Samkvæmt saksóknurum í Brussel er vitað til þess að Abdeslam hafi tvisvar sinnum ferðast til Búdapest í Ungverjalandi í september. Tveir aðrir menn hafi verið með honum í för en þeir notuðust við fölsuð skilríki. Á þeim skilríkjum hétu þeir Samir Bouzid og Soufiane Kayal. Í ljós er komið að Kayal og Laachraoui eru sami maðurinn og telja yfirvöld líklegt að Bouzid sé Mohammed Belkaid. Franskur saksóknari sagði frá því um helgina að Abdeslam hefði ætlað að sprengja sig í loft upp í París, en hafi hætt við. Lögmaður hans hefur nú höfðað mál gegn saksóknaranum fyrir að brjóta gegn trúnaði. Þá ætlar Abdeslam að berjast gegn því að vera framseldur til Frakklands. Þá sagði utanríkisráðherra Belgíu í gær að Abdeslam hefði verið að skipuleggja hryðjuverk í Brussel þegar hann var handtekinn. Nýtt myndband af handtökunni hefur nú litið dagsins ljós, þar sem sjá má að Abdeslam var á hlaupum frá lögreglu þegar hann var skotinn í fótinn. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06 Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01 Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi ISIS-fáni fannst í íbúðinni í Forest, úthverfi Brussel-borgar. 16. mars 2016 11:06
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel Að minnsta kosti einn lögreglumaður særðist í aðgerð lögreglu sem talin er tengjast rannsókn á hryðjuverkunum í París. 15. mars 2016 14:28
Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28
Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. 19. mars 2016 15:01
Abdeslam hugðist fremja hryðjuverkaárás í Brussel Utanríkisráðherra Belgíu segir að framundan séu fleiri handtökur. 20. mars 2016 21:30
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51
Abdeslam ætlaði að sprengja sig í loft upp en hætti við Yfirvöld draga orð hryðjuverkamannsins í efa. 19. mars 2016 19:40