Erlent

Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Samkvæmt frétt Sky hefur Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, verið skotinn í aðgerðum í lögreglu í Brussel. Mynd úr útsendingu Sky News frá vettvangi.
Samkvæmt frétt Sky hefur Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, verið skotinn í aðgerðum í lögreglu í Brussel. Mynd úr útsendingu Sky News frá vettvangi.
Samkvæmt frétt Sky hefur Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, verið skotinn í aðgerðum í lögreglu í Brussel. Hann er þó á lífi og í haldi lögreglunnar að því er segir á vef Sky.

Þar kemur jafnframt fram að að minnsta kosti 10 skothvellir hafi heyrst og að handsprengjur hafi verið notaðar í áhlaupi lögreglunnar.

Sjá einnig:Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?

Skothvellir hafa heyrst í Molenbeek, úthverfi Brussel, en áhlaup lögreglu gegn meintum hryðjuverkamönnum stendur yfir. Þetta kemur fram á vef BBC, þar sem vitnað er í belgíska miðla.

Belsgíski ráðherrann Theo Francken tísti nú fyrir stundu „Við náðu honum!“

Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum en þetta hefur ekki fengist staðfest af þar til bærum yfirvöldum.

BBC greinir einnig frá því að forsætisráðherra Belgíu Charles Michel hafi farið í flýti af fundi Evrópusambandsins og Tyrklands sem fram fer í Brussel.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.