Salah Abdeslam ákærður fyrir aðild sína að hryðjuverkunum í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2016 15:01 Abdeslam er í haldi lögreglu í Brussel. Sýnir hann samstarfsvilja en vill ekki verða framseldur til Frakklands. Vísir/EPA Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, hefur verið formlega ákærður fyrir aðild sína að árásunum. Abdeslam er í haldi yfirvalda í Belgíu. Segir lögfræðingur hans að Abdeslam sýni samstarfsvilja í kjölfar þess að hann var handsamaður í aðgerðum lögreglu í Brussel í gær. Vonast yfirvöld í Belgíu og Frakklandi til þess að hann muni varpa ljósi á árásirnar í París og undirbúning þeirra.Sjá einnig: Á flótta undan ISIS og yfirvöldum: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?Hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í París þar sem 130 létust og tugir slösuðust. Er einnig vonast til þess að Abdeslam geti gefið upplýsingar um það hvernig hryðjuverkasellur ISIS starfi, fjármagni sig og hverjar séu fyrirætlanir þeirra. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur gefið út að frönsk yfirvöld vilji að Abdeslam verði framseldur til Frakklands hið snarasta en að sögn lögfræðings Abdeslam vill skjólstæðingur sinn ekki verða framseldur til Frakklands.Sjá einnig: Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í BrusselLíklegt þykir að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum í París en guggnað og flúið til Belgíu þar sem hann var handtekinn í gær eftir fjóra mánuðu á flótta. Europol hvatti Evrópuríki til þess að auka gæslu á landamærum sínum. Telur stofnunin líklegt að fleiri vitorðsmenn Abdeslam og félaga muni reyna að flýja Evrópu eftir handtöku Abdeslam. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Salah Abdeslam, sem grunaður er um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, hefur verið formlega ákærður fyrir aðild sína að árásunum. Abdeslam er í haldi yfirvalda í Belgíu. Segir lögfræðingur hans að Abdeslam sýni samstarfsvilja í kjölfar þess að hann var handsamaður í aðgerðum lögreglu í Brussel í gær. Vonast yfirvöld í Belgíu og Frakklandi til þess að hann muni varpa ljósi á árásirnar í París og undirbúning þeirra.Sjá einnig: Á flótta undan ISIS og yfirvöldum: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?Hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð sinni á hryðjuverkunum í París þar sem 130 létust og tugir slösuðust. Er einnig vonast til þess að Abdeslam geti gefið upplýsingar um það hvernig hryðjuverkasellur ISIS starfi, fjármagni sig og hverjar séu fyrirætlanir þeirra. Francois Hollande Frakklandsforseti hefur gefið út að frönsk yfirvöld vilji að Abdeslam verði framseldur til Frakklands hið snarasta en að sögn lögfræðings Abdeslam vill skjólstæðingur sinn ekki verða framseldur til Frakklands.Sjá einnig: Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í BrusselLíklegt þykir að Abdeslam hafi átt að taka þátt í árásunum í París en guggnað og flúið til Belgíu þar sem hann var handtekinn í gær eftir fjóra mánuðu á flótta. Europol hvatti Evrópuríki til þess að auka gæslu á landamærum sínum. Telur stofnunin líklegt að fleiri vitorðsmenn Abdeslam og félaga muni reyna að flýja Evrópu eftir handtöku Abdeslam.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30 Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28 Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Sjá meira
Hollande á von á að Abdeslam verði framseldur fljótlega Hinn 26 ára Saleh Abdeslam var handtekinn í Brussel í síðdegis í dag eftir að hafa verið á flótta í rúma fjóra mánuði. 18. mars 2016 23:30
Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12
Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann? Salah Abdeslam er eftirsóttasti maður jarðkringlunnar þessa dagana en hans er ákaft leitað vegna aðildar sinnar að hryðjuverkaárásunum í París. 23. nóvember 2015 16:30
Skothvellir í Brussel í miðju áhlaupi lögreglu Samkvæmt fyrstu fréttum af málinu hefur einn særst í aðgerðunum. 18. mars 2016 16:28
Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember. 18. mars 2016 19:51