Erlent

Skotið á lögreglu í áhlaupi hennar í Brussel

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregluaðgerðin á sér stað í úthverfinu Forest, suður af miðborg Brussel. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregluaðgerðin á sér stað í úthverfinu Forest, suður af miðborg Brussel. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Saksóknari segir að skotið hafi verið á lögreglu í áhlaupi hennar á hús í belgísku höfuðborginni Brussel. Að minnsta kosti einn lögreglumaður er særður.

AFP greinir frá því að málið tengist rannsókn lögreglu á hryðjuverkunum í París í nóvember þar sem 130 manns fórust.

Lögregluaðgerðin á sér stað í úthverfinu Forest, suður af miðborg Brussel.

Í frétt Independent segir að einn maður hið minnsta hafi flúið af vettvangi.

Uppfært 15:32

Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings á svæðinu að halda sér innandyra. Lögregla leitar enn Salah Abdeslam, 26 ára Frakka, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í París, en hann yfirgaf borgina fljótlega eftir árásirnar. Tíu manns eru nú í haldi belgísku lögregunnar vegna rannsóknar á hryðjuverkunum.

Uppfært 15:38

BBC greinir frá því að að minnsta kosti tveggja manna er leitað. Þrír lögreglumenn særðust, einn þeirra alvarlega. Umfangsmikil lögregluaðgerð stendur nú yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×