Erlent

Viðbúnaður í Brussel: Hinn látni var ólöglegur alsírskur innflytjandi

Atli Ísleifsson skrifar
Viðbúnaður hefur verið mikill í Brussel síðustu klukkutímana.
Viðbúnaður hefur verið mikill í Brussel síðustu klukkutímana. Vísir/AFP
Lögregla í Brussel leitar enn tveggja manna eftir lögregluaðgerð gærdagsins þar sem maður vopnaður Kalashnikov-riffli lést og fjórir lögreglumenn særðust.

Í frétt BBC segir að hinn látni hafi verið ólöglegur alsírskur innflytjandi að nafni Mohammed Belkaid. Hann lést eftir að hafa skotið á lögreglu úr íbúð í hverfinu Forest, suður af miðborg Brussel síðdegis í gær.

Belkaid og tveggja manna sem enn er leitað, eru taldir tengjast hryðjuverkaárásunum í París í nóvember.

Í frétt Sky News segir að ISIS-fáni og ýmis skjöl sem tengjast hryðjuverkastarfsemi hafi fundist í íbúðinni.

Viðbúnaður hefur verið mikill í Brussel síðustu klukkutímana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×