Klopp: Liverpool-Manchester United er móðir allra leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2016 10:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallar eftir sérstökum stuðningi á Anfield í kvöld þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. „Það verða allir að vera í sínu besta formi og áhorfendurnir eru með í þessu. Ég trúi á áhrif frá áhorfendum," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Skysports segir frá. „Við spilum þennan leik fyrir okkur sjálfa en líka fyrir þau. Við fáum núna tækifæri til að búa til flottara andrúmsloft hjá okkur í fyrri leiknum en það sem verður í seinni leiknum hjá þeim. Stemmningin á vellinum er stór hluti af fótboltanum og vonandi komum við henni í nýjar hæðir á morgun (í dag)," sagði Klopp. Klopp þekkir vel til klassískra derby-leikja enda vel kunnugur slag Borussia Dortmund og Schalke á tíma sínum í þýsku Bundesligunni. Hann tapaði fyrsta derby-leiknum á móti Manchester United í ensku deildinni í janúar. „Leikur eins og þessi er móðir allra fótboltaleikja og þú vilt fá að taka þátt í slíkum leikjum. Við elskum öll fótbolta og svona leikir fara fram út um allan heima en innihalda kannski ekki svona stór nöfn," sagði Klopp. „Liverpool á móti United er einn af þeim bestu og ég bara ekki fengið nóg af því að fá að taka þátt í honum. Þetta er það besta sem ég ímyndað mér," sagði Klopp. Manchester United hefur unnið Liverpool fjórum sinnum undir stjórn Louis van Gaal. „Ég tók bara þátt í einum þessara leikja. Við spiluðum þá ekki okkar besta leik en við áttum samt ekki skilið að tapa. Þetta var mjög jafnt og bæði lið erum í góðum gír þessa dagana," sagði Klopp. „Ég trúi ekki á óvini í fótbolta en ég trúi á alvöru, alvöru, alvöru mótherja. Ég hef ekkert á móti Van Gaal en ég vil alls ekki að hann vinni," sagði Klopp. Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 20.05 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30 Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30 Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30 Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30 Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20 Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Klopp vildi mæta Man Utd Jürgen Klopp varð að ósk sinni þegar Liverpool og Manchester United drógust saman í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. 26. febrúar 2016 15:30
Klopp: Saga félagsins, nafnið mitt og nöfn leikmanna ekki nóg til að ná árangri Jürgen Klopp vill að Liverpool berjist um Englandsmeistaratitilinn í framtíðinni. 2. mars 2016 14:30
Brendan Rodgers: Eigendur Liverpool búast við að Klopp geri liðið að meisturum Brendan Rodgers, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og forveri Jürgen Klopp, segir að eigendur Liverpool geri kröfur um það í næstu framtíð að Liverpool verði Englandsmeistari. 9. mars 2016 15:30
Klopp neitaði að svara spurningum blaðamanna á ensku "Ég er í Þýskalandi og þá tala ég á þýsku.“ 18. febrúar 2016 11:30
Klopp: Allir sem treystu sér til tóku vítaspyrnu Knattspyrnustjóri Liverpool var skiljanlega svekktur eftir að hafa horft upp á lærisveina sína tapa í vítaspyrnukeppni í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. 28. febrúar 2016 20:20
Klopp hefur ekki áhuga á toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkenndi með semingi að hann og aðrir hjá Liverpool hafi engan áhuga á titilbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni. 1. mars 2016 17:17