Erlent

Kúveit kallar einnig sendiherra sinn heim frá Íran

Atli Ísleifsson skrifar
Sádi-Arabía hefur stöðvað alla utanríkisverslun og flugsamgöngur milli landsins og Írans vegna málsins.
Sádi-Arabía hefur stöðvað alla utanríkisverslun og flugsamgöngur milli landsins og Írans vegna málsins. Vísir/AFP
Stjórnvöld í Kúveit hafa ákveðið að fylgja í spor Sádi-Arabíu, Súdan, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og kallað sendiherra sinn heim frá Íran.

Mikil spenna er í heimshlutanum eftir að Sádi-Arabar tóku 47 manns af lífi, þeirra á meðal Shía klerkinn Nimr al-Nimr. Síðustu daga hafa tíðar árásir verið gerðar á sendiráð Sádi-Arabíu í írönsku höfuðborginni Teheran.

Sádi-Arabía hefur stöðvað alla utanríkisverslun og flugsamgöngur milli landanna vegna málsins.

Arababandalagið hefur kallað til neyðarfundar á sunnudag til að ræða deilurnar milli landanna.


Tengdar fréttir

Hótar „guðlegri“ hefnd

Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Íran, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu „guðlegri hefnd“ vegna aftöku sjítaklerksins Nimr al-Nimrs í gærmorgun.

Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku

Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran.

Öryggisráðið fordæmir árásir á sendiráð Sáda

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á sendiráð Sádí Arabíu í Teheran í Íran síðustu daga. Þetta var samþykkt í gærkvöldi en í yfirlýsingunni er ekkert minnst á aftöku Sáda á Shía klerkinum Nimr al-Nimr, sem er ástæða árásanna á sendiráðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×