Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2015 09:15 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15
Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35
Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15