Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2015 09:15 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Sjá meira
Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15
Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35
Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15