Enski boltinn

Rodgers rekinn frá Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rodgers er farinn frá Liverpool
Rodgers er farinn frá Liverpool Vísir/Getty
Brendan Rodgers var í dag rekinn frá Liverpool eftir slakt gengi undanfarnar vikur en Liverpool situr í 10. sæti eftir átta leiki með aðeins 12 stig. Lýkur því þriggja ára stjóratíð hans hjá Liverpool.

Rodgers hefur verið undir aukinni pressu undanfarnar vikur eftir að hafa eytt fúlgum fjár í sumar til þess að leysa Raheem Sterling, leikmann Manchester City af hólmi. Var talið að hann yrði jafnvel látinn fara fyrir sumarið en eigendur liðsins ákváðu að að gefa honum lengri tíma.

Eftir sigra í fyrstu tveimur leikjunum hefur Liverpool aðeins unnið einn leik í öllum keppnum og var mælirinn einfaldlega fullur hjá eigendum Liverpool eftir 1-1 jafntefli gegn erkifjendunum í Everton í dag.

Undir stjórn Rodgers var Liverpool aðeins tveimur stigum frá því að verða enskir meistarar á öðru tímabili hans með félagið en eftir að hafa selt Luis Suárez til Barcelona hefur allt farið á annan endann hjá félaginu.


Tengdar fréttir

Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin

Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×