Innlent

Vikan á Vísi: Leiðréttingin, Lekamálið og bossinn á Kim Kardashian

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Leiðréttingin, Lekamálið og maður sem fór út í Ölfusá og lifði af var á meðal þess sem bar hæst í vikunni á Vísi. Þá vöktu ummæli Einars Kárasonar um hyskið á landsbyggðinni hörð viðbrögð, margir kynntu sér bossann á Kim Kardashian og hvað aukaleikarnir úr Friends eru að fást við í dag.

Þiggja féð með óbragð í munni

Margir glöddust yfir skuldaleiðréttingunni sem ríkisstjórnin kynnti á mánudaginn. Þó fundust þeir líka sem fá nú hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.

Einn viðmælandi Vísis, sem síður vildi láta nafn síns getið, hafði meðal annars þetta að segja:

„Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“

Haturskommentin nú fleiri en fimm hundruð

„Þetta er búið að vera mikið grín og mikið gaman. Haturskommentin eru orðin fleiri en fimm hundruð,“ segir Einar Kárason rithöfundur sem virðist hafa reitt ákveðinn hluta landsmanna til reiði með færslu sinni þar sem hann gagnrýndi frumvarp þingmanna Framsóknarmanna um að skipulagsvald yfir Reykjavíkur flugvellinum skyldi flutt frá borginni og til Alþingis.

Hvar eru aukaleikarnarnir úr Friends í dag?

Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en Vísir vildi vita hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?

Hér má sjá kort af því hvar maðurinn sem fór út í Ölfusá á bíl sínum og fannst svo á lífi daginn eftir.Vísir/Loftmyndir
Berar ekki bara bossann: Allsber inni í blaðinu

Það varð allt vitlaust í vikunni þegar forsíðumyndin á tímaritinu Paper var afhjúpuð en á henni berar raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sinn fræga rass. Inni í blaðinu eru svo myndir af henni kviknakinni og birtust þær einnig í vikunni.

„Góður maður hengdur“

Ætli það sé ekki óhætt að fullyrða að Lekamálið svokallaða sé ein stærsta frétt ársins. Niðurstaða fékkst í málið í vikunni þegar Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, játaði að hafa lekið minnisblaði um hælisleitendur til fjölmiðla.

Gísli var dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi en margir vinir og kunningjar Gísla komu fram á samfélagsmiðlum og hrósuðu honum fyrir að stíga fram og játa brot sitt.

Maðurinn fundinn á lífi

Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í kringum hálf ellefu í fimmtudagskvöld fannst á lífi á föstudagsmorgun. Umfangsmikil leit var gerð að manninum aðfaranótt föstudags og var leitinni framhaldið um morguninn. Maðurinn hafði komist upp á árbakkann og leitað skjóls í vélgröfu sem var á svæði verktaka við ána.


Tengdar fréttir

Leitaði skjóls í vélgröfu

Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun.

Twitter logar vegna leiðréttingarinnar

"Af hverju er Ingvi Hrafn ekki að stýra þessu?“ og "Leiðréttingin! Til hamingju," er meðal þess sem skrifað hefur verið á samskiptamiðilinn Twitter um aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Gísli Freyr er sáttur við dóminn

Gísli Freyr Valdórsson ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og áfrýjar ekki til Hæstaréttar. Segist hafa fests í lygavef og vítahring.

Maðurinn fundinn á lífi

Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi.

Bjarni Ben sat fyrir svörum í beinni

"Ég segi fordæmisgildi þessarar aðgerðar fyrir mitt leyti er ekki neitt. Þetta er sérstök aðgerð sem að virkar með almennum hætti,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali í beinni í Íslandi í dag í kvöld.

Leit hafin á ný í Ölfusá

Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi.

Búið að birta útreikninginn

Búið er að birta á vefnum leidretting.is upplýsingar um það hvað höfuðstóllinn lækkar hjá hverjum og einum umsækjanda.

62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær

Vel gekk hjá starfsmönnum Ríkisskattstjóra að þjónusta þá sem fengu leiðréttingu á húsnæðislánum sínum frá ríkisstjórninni í gær. Metfjöldi heimsótti heimasíðu aðgerðanna. Hart var tekist á um aðgerðirnar á þingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×