Þiggja féð með óbragð í munni Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2014 14:08 Skuldaniðurfellingarnar eru umdeildar og sumir eru hreinlega með móral yfir því að þiggja féð frá ríkisstjórninni. Meðan ýmsir fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar og prísa sig sæla eru aðrir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi birtir uppfærslu á Facebooksíðu sinni, svohljóðandi: „Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari – en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa.“Rennur til SOS barnaþorpaBjörk talar fyrir munn margra sem tjá sig um skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Á svipuðu róli er Hjálmar Gíslason sem nýverið seldi hugbúnaðarfyrirtæki sitt DataMarket, fyrir dágóða summu. Hann greinir frá því að hann hafi fengið póst frá skattinum og þar sem það væri svo flókið að reikna „okkar hlut í leiðréttingunni og við yrðum að bíða. Án þess að fara í smáatriði þykist ég vita að það er vegna þess að við höfum svo augljóslega enga þörf á þessum peningum. Hins vegar hefur mér sýnst við eiga rétt á hámarksgreiðslu í þessum aðgerðum og hef áður sagt að hún mun renna óskipt til SOS barnaþorpa, enda mun betur komin þar en hjá ríkissjóði í núverandi ham!“Með óbragð í munniVísi er kunnugt um annað dæmi sem er sérkennilegt, en viðmælandi fréttastofunnar vill síður láta nafns síns getið. Dæmið talar hins vegar sínu máli: „Má ég borga þetta inná nýjan spítala?? Árið 2005 keypti ég íbúð á Nönnugötu með 100% láni. Ég seldi þá íbúð síðan með ágætum hagnaði árið 2008. "leiðrétting" á hverju ?? Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“ Aðgerðirnar eru þannig ákaflega umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Vísir ræddi við konu sem sagði sína hlið, sem er mjög í anda þess sem áður segir: „Íbúðin mín kostaði 12-13 milljónir. Heildarlánið mun kosta mig svipað, en í dag get ég selt hana á yfir 20 milljónir. Þetta er algjört bull. Ég fæ rétt tæplega 1200 þúsund krónur. Ég skuldaði 2,9 milljónir í gær en 1,7 í dag."Í skuldafeniðOg enn einn á þessu róli er ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem segir sína sögu, svohljóðandi, og hann er ómyrkur í máli: „Here goes: Ætli ég skuldi ekki fast að því 30 milljónir. Hrunið át upp tíu ára afborganir af íbúð (eins og hjá flestum). Mánaðarlaunin eru u.þ.b. 100 þúsundkalli undir meðaltekjum. Þessi svonefnda leiðrétting gufar upp í skuldafeninu á örstuttum tíma og heimilið mun aldrei finna fyrir henni í lífsgæðum. Mest langar mig að hafna þessu rugli, enda kaus ég það ekki.“Innlegg frá Björk Vilhelmsdóttir. Innlegg frá Hjalmar Gislason. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Meðan ýmsir fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar og prísa sig sæla eru aðrir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi birtir uppfærslu á Facebooksíðu sinni, svohljóðandi: „Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari – en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa.“Rennur til SOS barnaþorpaBjörk talar fyrir munn margra sem tjá sig um skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Á svipuðu róli er Hjálmar Gíslason sem nýverið seldi hugbúnaðarfyrirtæki sitt DataMarket, fyrir dágóða summu. Hann greinir frá því að hann hafi fengið póst frá skattinum og þar sem það væri svo flókið að reikna „okkar hlut í leiðréttingunni og við yrðum að bíða. Án þess að fara í smáatriði þykist ég vita að það er vegna þess að við höfum svo augljóslega enga þörf á þessum peningum. Hins vegar hefur mér sýnst við eiga rétt á hámarksgreiðslu í þessum aðgerðum og hef áður sagt að hún mun renna óskipt til SOS barnaþorpa, enda mun betur komin þar en hjá ríkissjóði í núverandi ham!“Með óbragð í munniVísi er kunnugt um annað dæmi sem er sérkennilegt, en viðmælandi fréttastofunnar vill síður láta nafns síns getið. Dæmið talar hins vegar sínu máli: „Má ég borga þetta inná nýjan spítala?? Árið 2005 keypti ég íbúð á Nönnugötu með 100% láni. Ég seldi þá íbúð síðan með ágætum hagnaði árið 2008. "leiðrétting" á hverju ?? Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“ Aðgerðirnar eru þannig ákaflega umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Vísir ræddi við konu sem sagði sína hlið, sem er mjög í anda þess sem áður segir: „Íbúðin mín kostaði 12-13 milljónir. Heildarlánið mun kosta mig svipað, en í dag get ég selt hana á yfir 20 milljónir. Þetta er algjört bull. Ég fæ rétt tæplega 1200 þúsund krónur. Ég skuldaði 2,9 milljónir í gær en 1,7 í dag."Í skuldafeniðOg enn einn á þessu róli er ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem segir sína sögu, svohljóðandi, og hann er ómyrkur í máli: „Here goes: Ætli ég skuldi ekki fast að því 30 milljónir. Hrunið át upp tíu ára afborganir af íbúð (eins og hjá flestum). Mánaðarlaunin eru u.þ.b. 100 þúsundkalli undir meðaltekjum. Þessi svonefnda leiðrétting gufar upp í skuldafeninu á örstuttum tíma og heimilið mun aldrei finna fyrir henni í lífsgæðum. Mest langar mig að hafna þessu rugli, enda kaus ég það ekki.“Innlegg frá Björk Vilhelmsdóttir. Innlegg frá Hjalmar Gislason.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda