Þiggja féð með óbragð í munni Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2014 14:08 Skuldaniðurfellingarnar eru umdeildar og sumir eru hreinlega með móral yfir því að þiggja féð frá ríkisstjórninni. Meðan ýmsir fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar og prísa sig sæla eru aðrir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi birtir uppfærslu á Facebooksíðu sinni, svohljóðandi: „Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari – en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa.“Rennur til SOS barnaþorpaBjörk talar fyrir munn margra sem tjá sig um skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Á svipuðu róli er Hjálmar Gíslason sem nýverið seldi hugbúnaðarfyrirtæki sitt DataMarket, fyrir dágóða summu. Hann greinir frá því að hann hafi fengið póst frá skattinum og þar sem það væri svo flókið að reikna „okkar hlut í leiðréttingunni og við yrðum að bíða. Án þess að fara í smáatriði þykist ég vita að það er vegna þess að við höfum svo augljóslega enga þörf á þessum peningum. Hins vegar hefur mér sýnst við eiga rétt á hámarksgreiðslu í þessum aðgerðum og hef áður sagt að hún mun renna óskipt til SOS barnaþorpa, enda mun betur komin þar en hjá ríkissjóði í núverandi ham!“Með óbragð í munniVísi er kunnugt um annað dæmi sem er sérkennilegt, en viðmælandi fréttastofunnar vill síður láta nafns síns getið. Dæmið talar hins vegar sínu máli: „Má ég borga þetta inná nýjan spítala?? Árið 2005 keypti ég íbúð á Nönnugötu með 100% láni. Ég seldi þá íbúð síðan með ágætum hagnaði árið 2008. "leiðrétting" á hverju ?? Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“ Aðgerðirnar eru þannig ákaflega umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Vísir ræddi við konu sem sagði sína hlið, sem er mjög í anda þess sem áður segir: „Íbúðin mín kostaði 12-13 milljónir. Heildarlánið mun kosta mig svipað, en í dag get ég selt hana á yfir 20 milljónir. Þetta er algjört bull. Ég fæ rétt tæplega 1200 þúsund krónur. Ég skuldaði 2,9 milljónir í gær en 1,7 í dag."Í skuldafeniðOg enn einn á þessu róli er ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem segir sína sögu, svohljóðandi, og hann er ómyrkur í máli: „Here goes: Ætli ég skuldi ekki fast að því 30 milljónir. Hrunið át upp tíu ára afborganir af íbúð (eins og hjá flestum). Mánaðarlaunin eru u.þ.b. 100 þúsundkalli undir meðaltekjum. Þessi svonefnda leiðrétting gufar upp í skuldafeninu á örstuttum tíma og heimilið mun aldrei finna fyrir henni í lífsgæðum. Mest langar mig að hafna þessu rugli, enda kaus ég það ekki.“Innlegg frá Björk Vilhelmsdóttir. Innlegg frá Hjalmar Gislason. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira
Meðan ýmsir fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar og prísa sig sæla eru aðrir sem nú fá hluta húsnæðisskulda sinna niðurfellda sem eru hreinlega með móral – þeim finnst aðgerðin ranglát og heimskuleg.Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi birtir uppfærslu á Facebooksíðu sinni, svohljóðandi: „Kæru skattgreiðendur. Þið hafið lækkað húsnæðislán mitt um tæpar 2 m.kr. þó ég eigi mjög auðvelt með að greiða af láninu. Á sama tíma ná börnin mín og annað fólk á leigumarkaði ekki endum saman. Þess vegna finnst mér þetta óréttlátt. Við ríka fólkið þurfum ekki að verða ríkari – en aðrir þurfa mun meira en þeir hafa.“Rennur til SOS barnaþorpaBjörk talar fyrir munn margra sem tjá sig um skuldaniðurfærslur ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær. Á svipuðu róli er Hjálmar Gíslason sem nýverið seldi hugbúnaðarfyrirtæki sitt DataMarket, fyrir dágóða summu. Hann greinir frá því að hann hafi fengið póst frá skattinum og þar sem það væri svo flókið að reikna „okkar hlut í leiðréttingunni og við yrðum að bíða. Án þess að fara í smáatriði þykist ég vita að það er vegna þess að við höfum svo augljóslega enga þörf á þessum peningum. Hins vegar hefur mér sýnst við eiga rétt á hámarksgreiðslu í þessum aðgerðum og hef áður sagt að hún mun renna óskipt til SOS barnaþorpa, enda mun betur komin þar en hjá ríkissjóði í núverandi ham!“Með óbragð í munniVísi er kunnugt um annað dæmi sem er sérkennilegt, en viðmælandi fréttastofunnar vill síður láta nafns síns getið. Dæmið talar hins vegar sínu máli: „Má ég borga þetta inná nýjan spítala?? Árið 2005 keypti ég íbúð á Nönnugötu með 100% láni. Ég seldi þá íbúð síðan með ágætum hagnaði árið 2008. "leiðrétting" á hverju ?? Ég skil vel að þetta sé sanngjörn leiðrétting fyrir suma og sérstaklega þá sem keyptu sína fyrstu íbúð árin 2006 til 2008 en ég tek á móti þessum peningum með óbragð í munni.“ Aðgerðirnar eru þannig ákaflega umdeildar, svo ekki sé meira sagt. Vísir ræddi við konu sem sagði sína hlið, sem er mjög í anda þess sem áður segir: „Íbúðin mín kostaði 12-13 milljónir. Heildarlánið mun kosta mig svipað, en í dag get ég selt hana á yfir 20 milljónir. Þetta er algjört bull. Ég fæ rétt tæplega 1200 þúsund krónur. Ég skuldaði 2,9 milljónir í gær en 1,7 í dag."Í skuldafeniðOg enn einn á þessu róli er ljósmyndarinn og blaðamaðurinn Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem segir sína sögu, svohljóðandi, og hann er ómyrkur í máli: „Here goes: Ætli ég skuldi ekki fast að því 30 milljónir. Hrunið át upp tíu ára afborganir af íbúð (eins og hjá flestum). Mánaðarlaunin eru u.þ.b. 100 þúsundkalli undir meðaltekjum. Þessi svonefnda leiðrétting gufar upp í skuldafeninu á örstuttum tíma og heimilið mun aldrei finna fyrir henni í lífsgæðum. Mest langar mig að hafna þessu rugli, enda kaus ég það ekki.“Innlegg frá Björk Vilhelmsdóttir. Innlegg frá Hjalmar Gislason.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Sjá meira