62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að í heildina hafi gengið vel að aðstoða fólk við leiðréttinguna. Fréttablaðið/anton Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira