62 þúsund fóru á heimasíðu leiðréttingarinnar í gær Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 07:00 Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að í heildina hafi gengið vel að aðstoða fólk við leiðréttinguna. Fréttablaðið/anton Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Alls fóru 62 þúsund manns inn á heimasíðu leiðréttingar ríkisstjórnarinnar hjá Ríkisskattstjóra í gær þegar niðurstöður voru kynntar. „Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að þetta sé met,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Skúli segir alls um 2.000 manns hafa haft samband við embættið með einhverjum hætti, 1.452 símleiðis, 330 tölvupóstar voru sendir og um tvö til þrjú hundruð manns mættu á svæðið. Alls störfuðu um 30 manns við símsvörun hjá embættinu í gær. „Það er ekki endilega að menn séu að finna eitthvað að framkvæmdinni þó eitthvað væri af því, sumir voru einfaldlega að þakka fyrir sig,“ segir Skúli. Hann segir fyrirspurnir og ábendingar helst hafa snúið að því þegar fólk telur að lán vanti inn hjá sér, lán séu rangt flokkuð í skattframtali og leiðbeiningar um hvernig eigi að nálgast rafræn skilríki. Auk þess hafi nokkur fjöldi ekki vitað að hann hafi farið í gegnum 110% leiðina. „Í heildina gekk þetta vel,“ segir Skúli sem vonast til að embættið nái að klára þetta verkefni upp úr áramótum. Viðbrögð manna í gær voru blendin. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi gagnrýndi Guðmundur Steingrímsson fjármögnun aðgerðarinnar með arðgreiðslu frá Landsbankanum sem fyrirhugað hafði verið að nýta til fjárfestingar í uppbyggingu skapandi greina, nýsköpunar og menntunar og greiða niður opinberar skuldir. Bjarni Benediktsson sagði sjö milljarða vaxtakostnað sparast við að flýta aðgerðum ríkisstjórnarinnar líkt og kynnt var í gær. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði forsætisráðherra leika sér í Hörpu á meðan eldarnir loga í velferðarkerfinu. „Með skuldaleiðréttingunni gefur hann svo þeim tekjuhæstu í landinu heila Hörpu að gjöf,“ sagði Helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í svari sínu að það kæmi honum á óvart að sjá Helga Hjörvar mæta. „ Eins og sá þingmaður hefur talað síðustu vikur, mánuði og raunar ár, eftir að niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar voru kynntar í gær og í ljós kom að meira og minna allt sem þingmaðurinn hefur haldið fram var rangt, kolrangt,“ sagði Sigmundur.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira