Innlent

Leitaði skjóls í vélgröfu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun.
Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, segir það kraftaverki líkast að maður sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi hafi fundist á lífi í morgun. Vísir/GVA
„Hann finnst þarna við Selfossflugvöll. Þar er geymslusvæði sem að verktaki er með og þar var vélgrafa sem maðurinn hafði leitað skjóls í,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, um mann sem fór út í Ölfusá á bíl sínum í gærkvöldi og fannst á lífi í morgun.Þorgrímur segir það kraftaverki líkast að maðurinn hafi fundist á lífi.„Já, miðað við okkar reynslu þá áttum við ekki von á að finna manninn á lífi,“ segir Þorgrímur.Ölfusá er ein straumharðasta og vatnsmesta á landsins. Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar að bíll hans fór í ána. Hann komst lífs af en honum var það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningum í ánni.Þá rifjar Þorgrímur upp atvik sem varð árið 1944:„Þá hrundi gamla brúin og mjólkurbíll fór út í ána. Bílstjórinn náði að komast í varadekkið og flaut á því niður ána. Svo komst hann upp úr henni á svipuðum stað og maðurinn fannst í morgun.“

Sjá einnig: Enginn lengi í fjögurra gráðu heitu vatni án þess að það fari illa.Þorgrímur segir að lögreglan eigi eftir að ræða nánar við manninn og sé málið því enn í rannsókn.Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er líðan mannsins eftir atvikum góð og hann er ekki í lífshættu.

Árið 2007 var 19 ára gamall karlmaður hætt kominn þegar bíll hans fór út í ána. Maðurinn komst lífs af.
Í kringum áttatíu manns leituðu mannsins langt fram á nótt. Sigldu björgunarsveitarmenn bát upp og niður ána. Einnig var leitað frá bökkum árinnar.Nokkrir leitarmenn fylgdust með úr meiri hæð og skimuðu yfir svæðið. Þá voru kafarar kallaðir til og mátu stöðuna í morgun en afar straumhart er í ánni þar sem bíllinn fór út í. Til stóð að í kringum hundrað manns tækju þátt í leitinni í dag.Vitni var að atvikinu í gærkvöldi. Það tilkynnti lögreglu hvers kyns var og voru björgunaraðilar kallaðir út. Meðal annars kafarar með málmleitartæki og þyrla gæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Fastur í bifreiðinni í hálftíma

Karlmaður á nítjánda aldursári bjargaðist úr bráðum lífsháska í gær eftir að bifreið hans hafði hafnað úti í Ölfusá seint á þriðjudagskvöld. Manninum varð það til happs að bíllinn staðnæmdist á grynningu í ánni og fór því ekki nema á hálft kaf.

Maðurinn fundinn á lífi

Ökumaður bíls sem fór út í Ölfusá í gærkvöldi er fundinn. Maðurinn er á lífi og er kominn til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi.

Leit hafin á ný í Ölfusá

Hátt í áttatíu manns leituðu án árangurs langt fram á nótt að bíl sem ekið var út í Ölfusá í gærkvöldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.