Hvar eru aukaleikararnir úr Friends í dag? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 21:51 Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Þættirnir eiga dyggan aðdáendahóp og eru þeir margir sem skella Friends-þætti í tækið við og við til að stytta sér stundir. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?Eddie Menuek - leikinn af Adam Goldberg Hver getur gleymt klikkaða herbergisfélaganum sem Chandler fékk sér þegar Joey flutti í nýrri og flottari íbúð? Eddie er einn af eftirminnilegustu karakterunum í Friends en þegar Adam var búinn að leika hann í þremur þáttum árið 1996 var Friends-tímabilinu hans lokið. Eftir það varð hann talsvert vinsæll í bransanum og lék í kvikmyndinni Saving Private Ryan árið 1998 og nokkrum þáttum af Entourage árið 2007. Á þessu ári lék hann morðingjann Mr. Numbers í þáttunum Fargo. Svo kemur það kannski einhverjum á óvart að Adam Goldberg lék í níu þáttum af Joey sem fjallaði um Joey Tribbiani, einn af vinunum í Friends. Í Joey lék Adam þó allt annan karakter.Elizabeth Stevens - leikin af Alexandra Holden Þegar Ross byrjaði með Elizabeth gerðu vinirnir óspart grín að honum vegna þess að Elizabeth var talsvert yngri en hann. Ross þurfti einnig að kljást við föður hennar Paul sem leikinn var af Bruce Willis. Eftir að Ross og Elizabeth hættu saman lék Alexandra Holden til að mynda í Friday Night Lights og Rizzoli & Isles. Árið 2005 lék hún Sophie í endurgerðinni af Peep Show á móti Big Bang Theory-stjörnunni Johnny Galecki.Joshua Burgin - leikinn af Tate Donovan Josh...U-A!! var myndarlegur maður sem verslaði hjá Rachel og síðan urðu þau ástfangin - í afar stuttan tíma. Tate Donovan varð fastagestur á sjónvarpsskjám um heim allan eftir að veru hans í Friends lauk. Hann leikur í Óskarsverðlaunamyndinni Argo en meðal sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru The O.C., Damages og 24.Julie - leikin af Lauren Tom Julie lék kærustu Ross í seríu 2 af Friends, Rachel til mikils ama. Lauren hefur komið víða við í sjónvarpi og muna sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir henni sem Lindu í Supernatural. Hún er þó örugglega þekktust fyrir að ljá Amy Wong rödd sína í teiknuðu sjónvarpsseríunni Futurama.Kathy - leikin af Paget Brewster Kathy fór frá Joey til að vera með Chandler og olli honum síðan gífurlegri ástarsorg. Árið 2006 landaði Paget Brewster hlutverki í glæpaþáttunum Criminal Minds og lék í 126 þáttum sem Emily Prentiss. Mark Robinson - leikinn af Steven Eckholdt Rachel byrjaði að vinna hjá Bloomingdales með Mark og Ross varð æfur af afbrýðisemi. Mark birtist síðan aftur í síðustu seríunni af Friends en Steven Eckholdt hefur haft nóg að gera í sjónvarpsbransanum. Hann lék Doug Westin í The West Wing á árunum 2003 til 2006 og fór einnig með hlutverk í The L Word, Castle og Bones.Susan Bunch - leikin af Jessicu Hecht Susan lék eiginkonu Carol sem var fyrrverandi eiginkona Ross. Hún átti frábær móment enda var alls ekki hlýtt á milli hennar og Ross. Hún lék í fjölmörgum þáttum af Friends en eftir það muna eflaust margir eftir henni sem fyrrverandi eiginkonu Paul Giamatti í Óskarsverðlaunamyndinni Sideways frá árinu 2004. Þá lék hún einnig fyrrverandi ástkonu Walter White í fimm þáttum af verðlaunaþáttunum Breaking Bad.Tag Jones - leikinn af Eddie Cahill Rachel og Tag urðu ofsalega skotin í hvort öðru í nokkrum þáttum á árunum 2000 til 2001. Eftir það lék Eddie Cahill í 197 þáttum af CSI: NY og leikur núna í þáttunum Under the Dome. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir Friends nutu gríðarlegra vinsælda frá því að þeir voru frumsýndir vestan hafs árið 1994 og þar til síðasti þátturinn var sýndur tíu árum síðar. Þættirnir eiga dyggan aðdáendahóp og eru þeir margir sem skella Friends-þætti í tækið við og við til að stytta sér stundir. Flestir kannast við vinina sex og hvað tók við hjá þeim eftir að þáttunum lauk en hvað varð um þá skemmtilegu aukaleikara sem áttu sína góðu spretti í þáttunum?Eddie Menuek - leikinn af Adam Goldberg Hver getur gleymt klikkaða herbergisfélaganum sem Chandler fékk sér þegar Joey flutti í nýrri og flottari íbúð? Eddie er einn af eftirminnilegustu karakterunum í Friends en þegar Adam var búinn að leika hann í þremur þáttum árið 1996 var Friends-tímabilinu hans lokið. Eftir það varð hann talsvert vinsæll í bransanum og lék í kvikmyndinni Saving Private Ryan árið 1998 og nokkrum þáttum af Entourage árið 2007. Á þessu ári lék hann morðingjann Mr. Numbers í þáttunum Fargo. Svo kemur það kannski einhverjum á óvart að Adam Goldberg lék í níu þáttum af Joey sem fjallaði um Joey Tribbiani, einn af vinunum í Friends. Í Joey lék Adam þó allt annan karakter.Elizabeth Stevens - leikin af Alexandra Holden Þegar Ross byrjaði með Elizabeth gerðu vinirnir óspart grín að honum vegna þess að Elizabeth var talsvert yngri en hann. Ross þurfti einnig að kljást við föður hennar Paul sem leikinn var af Bruce Willis. Eftir að Ross og Elizabeth hættu saman lék Alexandra Holden til að mynda í Friday Night Lights og Rizzoli & Isles. Árið 2005 lék hún Sophie í endurgerðinni af Peep Show á móti Big Bang Theory-stjörnunni Johnny Galecki.Joshua Burgin - leikinn af Tate Donovan Josh...U-A!! var myndarlegur maður sem verslaði hjá Rachel og síðan urðu þau ástfangin - í afar stuttan tíma. Tate Donovan varð fastagestur á sjónvarpsskjám um heim allan eftir að veru hans í Friends lauk. Hann leikur í Óskarsverðlaunamyndinni Argo en meðal sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru The O.C., Damages og 24.Julie - leikin af Lauren Tom Julie lék kærustu Ross í seríu 2 af Friends, Rachel til mikils ama. Lauren hefur komið víða við í sjónvarpi og muna sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir henni sem Lindu í Supernatural. Hún er þó örugglega þekktust fyrir að ljá Amy Wong rödd sína í teiknuðu sjónvarpsseríunni Futurama.Kathy - leikin af Paget Brewster Kathy fór frá Joey til að vera með Chandler og olli honum síðan gífurlegri ástarsorg. Árið 2006 landaði Paget Brewster hlutverki í glæpaþáttunum Criminal Minds og lék í 126 þáttum sem Emily Prentiss. Mark Robinson - leikinn af Steven Eckholdt Rachel byrjaði að vinna hjá Bloomingdales með Mark og Ross varð æfur af afbrýðisemi. Mark birtist síðan aftur í síðustu seríunni af Friends en Steven Eckholdt hefur haft nóg að gera í sjónvarpsbransanum. Hann lék Doug Westin í The West Wing á árunum 2003 til 2006 og fór einnig með hlutverk í The L Word, Castle og Bones.Susan Bunch - leikin af Jessicu Hecht Susan lék eiginkonu Carol sem var fyrrverandi eiginkona Ross. Hún átti frábær móment enda var alls ekki hlýtt á milli hennar og Ross. Hún lék í fjölmörgum þáttum af Friends en eftir það muna eflaust margir eftir henni sem fyrrverandi eiginkonu Paul Giamatti í Óskarsverðlaunamyndinni Sideways frá árinu 2004. Þá lék hún einnig fyrrverandi ástkonu Walter White í fimm þáttum af verðlaunaþáttunum Breaking Bad.Tag Jones - leikinn af Eddie Cahill Rachel og Tag urðu ofsalega skotin í hvort öðru í nokkrum þáttum á árunum 2000 til 2001. Eftir það lék Eddie Cahill í 197 þáttum af CSI: NY og leikur núna í þáttunum Under the Dome.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira