Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Bjarki Ármannsson og Jón Hákon Halldórsson skrifa 12. nóvember 2014 07:00 Gísli Freyr Valdórsson játaði að hafa lekið minnisblaðinu í lekamálinu í gær. Vísir/GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu. Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær. Gísli Freyr gengst við því að hafa látið fjölmiðlum í té upplýsingar um hælisleitandann Tony Omos í nóvember í fyrra. Gísli Freyr hefur hingað til haldið fram sakleysi í málinu. Hanna Birna greindi frá játningu Gísla Freys í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti sækjandi ný gögn fyrir verjanda Gísla Freys í fyrradag, saksóknari telur þau sanna að Gísli Freyr hafi átt við hið umrædda minnisblað. Áður hafði Gísli Freyr haldið því fram að hann hafi einungis opnað skjalið og vistað en ekki átt við það. Aðspurður staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson sækjandi í málinu þetta.Stefán Karl Kristjánsson.Kom lögmanni Omos í opna skjöldu Tíðindin komu Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni Omos, í opna skjöldu þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hjá honum í gær. „Eina sem ég get sagt er að ég er að heyra þetta á sama tíma og þið og eina sem ég hef gert er að láta Tony vita. Hvaða þýðingu þetta hefur verður bara að koma í ljós síðar. Það skýrist síðar,“ sagði Stefán Karl í samtali við Fréttablaðið. Á þessari stundu er alls óvíst hvaða áhrif játning Gísla hefur á pólitíska stöðu Hönnu Birnu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði ekki skilaboðum Fréttablaðsins í gær.Ragnheiður Ríkharðsdóttir.Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokksfundur verði haldinn í dag og hún geri ráð fyrir því að málið verði rætt á honum. „Ég hef ekki heyrt í ráðherra, við höfum bara fengið tilkynningu eins og aðrir. Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig að maður er bara frekar áttavilltur í augnablikinu,“ sagði Ragnheiður þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hanna Birna sagði í yfirlýsingunni sem hún sendi fjölmiðlum að trúnaðarbrot Gísla Freys gagnvart sér, ráðuneytinu og almenningi öllum sé algjört og alvarlegt. „Gísli Freyr hefur ítrekað haldið fram sakleysi sínu, ekki aðeins gagnvart yfirvöldum og fjölmiðlum, heldur einnig gagnvart samstarfsfólki sínu og yfirmönnum í ráðuneytinu,“ sagði Hanna Birna í yfirlýsingu. Hún sagði að í framhaldi af játningu Gísla Freys hefði honum umsvifalaust verið vikið úr starfi í ráðuneytinu.
Lekamálið Tengdar fréttir Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15