Gleðidagur fyrir heimilin og ríkisstjórnina að mati forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2014 11:25 Forsætisráðherra og fjármálaráðherra kynna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána í dag. Umsækjendur fá sínar niðurstöður á morgun. VÍSIR/DANÍEL Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun. Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að dagurinn í dag sé gleðistund fyrir heimilin í landinu og fyrir ríkisstjórnina en í dag verða niðurstöður lækkunar á höfuðstól húsnæðislána heimilanna kynntar. Sextíu og níu þúsund umsækjendur geta síðan kynnt sér persónulega hvað kemur í þeirra hlut á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fjallar um leiðréttinguna svokölluðu í grein í Morgunblaðinu í dag og segir að hún færi verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Leiðréttingin sé óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. Leiðréttingin sé réttlætismál. Sigmundur Davíð segir leiðréttinguna einungis fyrstu aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs séu mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig muni öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum. Öll þessi verkefni taka tíma og geta krefjist þolinmæði, enda verði aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendi til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga. Heimili sem njóti hámarksleiðréttingar geti lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis geti heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni sé að meðaltali um 1,3 milljónir króna. Forsætisráðherra segir að með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni muni þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða. Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktssson fjármálaráðherra kynna niðurstöðuna á fréttamannafundi í Hörpu klukkan hálf tvö í dag og hver og einn umsækjandi getur síðan skoðað sitt persónulega dæmi á vefnum á morgun.
Tengdar fréttir Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Bein útsending frá blaðamannafundinum: Ráðherrar kynna leiðréttingu ríkisstjórnarinnar Fréttamannafundur um höfuðstólsleiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána fer fram í Kaldalóni, sal í Hörpu klukkan 13:30. 10. nóvember 2014 09:18