Haturskommentin nú fleiri en fimm hundruð Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2014 12:46 Einar Kárason rithöfundur. Vísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera mikið grín og mikið gaman. Haturskommentin eru orðin fleiri en fimm hundruð,“ segir Einar Kárason rithöfundur sem virðist hafa reitt ákveðinn hluta landsmanna til reiði með færslu sinni þar sem hann gagnrýndi frumvarp þingmanna Framsóknarmanna um að skipulagsvald yfir Reykjavíkur flugvellinum skyldi flutt frá borginni og til Alþingis. „Menn eru gífurlega reiðir og hóta öllu illu. Þeir ætla aldrei að lesa eftir mig bók og henda öllum bókum sem þeir eiga. Helst ætla þeir að handrota mig og fleira,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segist gera ráð fyrir að það sé fyrst og fremst fólk af landsbyggðinni sem hafi haft samband við sig þó að hann þekki „fæst af þessu liði“. Einar segir að flest skilaboðin hafi borist í gegnum Facebook eða þá í athugasemdakerfum við fréttir á netinu. „Það var heilmikið skemmtilegt þar.“ Hann segir að fjölmörg skilaboðin hafi verið nafnlaus þó margir hafi einnig skrifað undir fullu nafni. Einar segist hafa verið til í að ýta aðeins við fólki. „Ég er búinn að fá á tilfinninguna að þetta sé mörgum svo svakalega mikið hjartans mál, þessar þrjár malbikuðu rennibrautir í Vatnsmýrinni. Menn telja þetta vera eins og Þingvelli eða eitthvað svoleiðis. Að þetta sé helgur staður. Ég ákvað að prófa, ýta við þessu og sjá hvernig menn myndu bregðast við. Þetta reyndist hárrétt hjá mér. Þetta er eins og Grátmúrinn fyrir gyðingana.“ Hann segir það vera sanngjarna kröfu að það sé flugvöllur í Reykjavík. „En þeir vilja ákveða nákvæmlega hvar hann sé. Ætla að taka það vald frá okkur sem búum hér og það finnst mér alveg yfirgengilegt. Til dæmis ef okkur dytti í hug að færa hann út í Skerjafjörð þá kemur það ekki til greina. Þeir vilja hafa hann þarna. Þetta er verðmætasta eign Íslendinga segir einhver. Annar segir að þetta hafi verið gjöf Breta árið 1942 til allrar þjóðarinnar. Þetta er að verða eins og einhvers konar helgur reitur, eins og helgiskrín og grátmúr.“ Í opinni færslu Einars á Facebook kom meðal annars fram: „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa).“ Einar minnti á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Benti hann þó að flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Einar segist alltaf hafa þótt vænt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. „Ég er alinn upp rétt hjá honum, nálægt Öskjuhlíðinni. Sem krakki var ég oft í Öskjuhlíðinni og fylgdist með flugvélunum koma og fara. Ég var aðallega að athuga hvort þetta væri rétt tilfinning hjá mér að fólk væri búið að gera þetta að svona miklu hjartans máli og það reyndist svo.“ Tengdar fréttir Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er ósáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. 8. nóvember 2014 17:36 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
„Þetta er búið að vera mikið grín og mikið gaman. Haturskommentin eru orðin fleiri en fimm hundruð,“ segir Einar Kárason rithöfundur sem virðist hafa reitt ákveðinn hluta landsmanna til reiði með færslu sinni þar sem hann gagnrýndi frumvarp þingmanna Framsóknarmanna um að skipulagsvald yfir Reykjavíkur flugvellinum skyldi flutt frá borginni og til Alþingis. „Menn eru gífurlega reiðir og hóta öllu illu. Þeir ætla aldrei að lesa eftir mig bók og henda öllum bókum sem þeir eiga. Helst ætla þeir að handrota mig og fleira,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann segist gera ráð fyrir að það sé fyrst og fremst fólk af landsbyggðinni sem hafi haft samband við sig þó að hann þekki „fæst af þessu liði“. Einar segir að flest skilaboðin hafi borist í gegnum Facebook eða þá í athugasemdakerfum við fréttir á netinu. „Það var heilmikið skemmtilegt þar.“ Hann segir að fjölmörg skilaboðin hafi verið nafnlaus þó margir hafi einnig skrifað undir fullu nafni. Einar segist hafa verið til í að ýta aðeins við fólki. „Ég er búinn að fá á tilfinninguna að þetta sé mörgum svo svakalega mikið hjartans mál, þessar þrjár malbikuðu rennibrautir í Vatnsmýrinni. Menn telja þetta vera eins og Þingvelli eða eitthvað svoleiðis. Að þetta sé helgur staður. Ég ákvað að prófa, ýta við þessu og sjá hvernig menn myndu bregðast við. Þetta reyndist hárrétt hjá mér. Þetta er eins og Grátmúrinn fyrir gyðingana.“ Hann segir það vera sanngjarna kröfu að það sé flugvöllur í Reykjavík. „En þeir vilja ákveða nákvæmlega hvar hann sé. Ætla að taka það vald frá okkur sem búum hér og það finnst mér alveg yfirgengilegt. Til dæmis ef okkur dytti í hug að færa hann út í Skerjafjörð þá kemur það ekki til greina. Þeir vilja hafa hann þarna. Þetta er verðmætasta eign Íslendinga segir einhver. Annar segir að þetta hafi verið gjöf Breta árið 1942 til allrar þjóðarinnar. Þetta er að verða eins og einhvers konar helgur reitur, eins og helgiskrín og grátmúr.“ Í opinni færslu Einars á Facebook kom meðal annars fram: „En frekjan í hyskinu af landsbyggðinni sem heimtar að fá að stjórna nærumhverfi okkar sem hér búum er svo yfirgengileg að mér finnst að við ættum segja þeim að gjöra svo vel að gera Þórshöfn á Langanesi að höfuðborg (eða hvaða þorp sem þeir kjósa).“ Einar minnti á að á Þórshöfn sé að finna fínan flugvöll, nokkuð nýjan sem sé að flestu leyti betur búinn en Reykjavíkurflugvöll að því hann telji. Auk þess sé örstutt í enn fínni flugvöll á Húsavík sem gæti nýst sem varaflugvöllur. Benti hann þó að flugvellirnir séu að vísu „aldrei notaðir.“ „Og það væri landhreinsun fyrir okkur við Faxaflóann að losna við ríkisstjórnina og ráðuneytin og það. Good riddance!“ Einar segist alltaf hafa þótt vænt um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. „Ég er alinn upp rétt hjá honum, nálægt Öskjuhlíðinni. Sem krakki var ég oft í Öskjuhlíðinni og fylgdist með flugvélunum koma og fara. Ég var aðallega að athuga hvort þetta væri rétt tilfinning hjá mér að fólk væri búið að gera þetta að svona miklu hjartans máli og það reyndist svo.“
Tengdar fréttir Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er ósáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. 8. nóvember 2014 17:36 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ósáttur við frekjuna í hyskinu á landsbyggðinni Einar Kárason, rithöfundur og Reykvíkingur, er ósáttur við umræðuna um Reykjavíkurflugvöll. 8. nóvember 2014 17:36