Innlent

Búið að birta útreikninginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiðréttingin var kynnt í Hörpu í dag.
Leiðréttingin var kynnt í Hörpu í dag. Vísir/GVA
Búið er að birta á vefnum leidretting.is upplýsingar um það hvað höfuðstóllinn lækkar hjá hverjum og einum umsækjanda. Opnað var fyrir upplýsingarnar eftir miðnætti.

Hver sem hefur aðgang að rafrænum skilríkjum eða veflykli Ríkisskattstjóra getur nálgast upplýsingarnar en rafræn skilríki þarf til að samþykkja útreikning og ráðstöfun. Stefnt er að því að hægt verði að samþykkja útreikning leiðréttingarinnar og ráðstöfun hennar um miðjan desember. Ríkisskattstjóri mun senda umsækjendum tölvupóst þegar opnað verður fyrir rafræna undirritun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynntu niðurstöður leidréttingarinnar á blaðamannafundi í Hörpu eftir hádegi í gær, mánudag. 

Á fundinum kom fram að meðaltal leiðréttingar er 1.350 þúsund, en tíðasta gildi leiðréttingar er 1.400 þúsund krónur til hjóna en 800 þúsund til einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×