Landamærum lokað til að hefta útbreiðslu Ebólunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2014 16:26 Frá heilsugæslustöð í Síerra Leóne. Vísir/AFP Forseti Líberíu hefur lokað öllum nema þremur landamærastöðvum í landinu, bannað samkomur og einangrað samfélög sem hafa orðið illa úti vegna Ebólu-veirunnar sem nú leikur lausum hala í Vestur-Afríku.Ellen Johnson Sirleaf forseti kynnti aðgerðirnar í gær á fyrsta fundi nýs samráðshóps sem stemma á stigu við útbreiðslu sjúkdómsins sem dregið hefur um 130 manns til bana í landinu og tæplega 700 í vesturhluta álfunnar. „Ebólu-vírusinn er nú, án efa, orðin mikil ógn við heilsu þjóðarinnar,“ sagði Sirleaf. „Og eins og við höfum nú orðið vör við ræðst hann gegn lifnaðarháttum okkar með geigvænlegum efnahags- og félagslegum afleiðingum.“ Sem fyrr segir var öllum nema þremur landamærastöðvum lokað – ein þeirra liggur að Síerra Leóne, önnur að Gíneu og sú þriðja að báðum ríkjunum.Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu.Bann hefur verið lagt við hvers kyns opinberum samkomum í landinu til að sporna við smithættu og hefur veitingastöðum og öðrum álíka vettvöngum verið gert að sýna fimm mínútna langt fræðslumyndband um hættur veirunnar. Öryggisveitum landsins var gert að sjá til þess að nýju reglugerðinni yrði fylgt eftir í landinu og einnig að aðstoða við hvers kyns sjúkraflutninga. Forseti Síerra Leóne, Ernest Bai Koroma, tilkynnti fyrr í dag að hann hygðist heimsækja lækninn Sheik Umar Khan sem leiddi baráttuna gegn veirunni í landinu en Vísir greindi frá því á miðvikudag að hann hafi sýkst sjálfur af sjúkdómnum. Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslustöðinni sem Khan hvílir á, sem er á vegum Lækna án landamæra, hefur hann brugðist vel við meðferðinni. Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ í Síerra Leóne fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Sérfræðingar telja að upptök núverandi faraldar megi rekja til suðausturhluta Gíneu einhvern tímann í janúarmánuði á þessu ári, þrátt fyrir að fyrsta staðfesta tilvikið hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en í mars. Flestir hafa látið lífið í Gíneu, um 319 talsins, en á síðustu misserum hafa flestir fallið í Síerra Leóne. Núverandi faraldur er sá banvænasti í sögunni. Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla berst til Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku. 25. júlí 2014 22:07 Allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu Ebólu Óttast að veiran geti breiðst hratt út á þeim svæðum sem litla læknisaðstoð er að fá verði ekki gripið til róttækra aðgerða. 12. júní 2014 21:10 Ebólaveiran fellir 59 manns í Gíneu Af 80 smituðum lifir tæpur fjórðungur enn. 23. mars 2014 17:45 Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna. 27. júlí 2014 00:01 Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna. 23. júlí 2014 21:44 Ebóla breiðist enn út Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. 21. júní 2014 22:48 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Hafa náð að hefta útbreiðslu ebólaveirunnar Alls hafa 157 greinst með veiruna í Gíneu og 101 látist. 14. apríl 2014 22:02 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni. 26. júlí 2014 16:40 Ebóla hugsanlega í Kanada Grunur leikur á að karlmaður, sem nýverið kom til Kanada frá Vestur-Afríku, hafi smitast af ebólu vírusnum. Karlmaðurinn er í lífshættulegu ástandi á sjúkrahúsi í Saskatoon í Kanada. 25. mars 2014 13:58 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Forseti Líberíu hefur lokað öllum nema þremur landamærastöðvum í landinu, bannað samkomur og einangrað samfélög sem hafa orðið illa úti vegna Ebólu-veirunnar sem nú leikur lausum hala í Vestur-Afríku.Ellen Johnson Sirleaf forseti kynnti aðgerðirnar í gær á fyrsta fundi nýs samráðshóps sem stemma á stigu við útbreiðslu sjúkdómsins sem dregið hefur um 130 manns til bana í landinu og tæplega 700 í vesturhluta álfunnar. „Ebólu-vírusinn er nú, án efa, orðin mikil ógn við heilsu þjóðarinnar,“ sagði Sirleaf. „Og eins og við höfum nú orðið vör við ræðst hann gegn lifnaðarháttum okkar með geigvænlegum efnahags- og félagslegum afleiðingum.“ Sem fyrr segir var öllum nema þremur landamærastöðvum lokað – ein þeirra liggur að Síerra Leóne, önnur að Gíneu og sú þriðja að báðum ríkjunum.Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu.Bann hefur verið lagt við hvers kyns opinberum samkomum í landinu til að sporna við smithættu og hefur veitingastöðum og öðrum álíka vettvöngum verið gert að sýna fimm mínútna langt fræðslumyndband um hættur veirunnar. Öryggisveitum landsins var gert að sjá til þess að nýju reglugerðinni yrði fylgt eftir í landinu og einnig að aðstoða við hvers kyns sjúkraflutninga. Forseti Síerra Leóne, Ernest Bai Koroma, tilkynnti fyrr í dag að hann hygðist heimsækja lækninn Sheik Umar Khan sem leiddi baráttuna gegn veirunni í landinu en Vísir greindi frá því á miðvikudag að hann hafi sýkst sjálfur af sjúkdómnum. Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslustöðinni sem Khan hvílir á, sem er á vegum Lækna án landamæra, hefur hann brugðist vel við meðferðinni. Sheik Umar Khan, er í miklum metum og litið er á hann sem „þjóðarhetju“ í Síerra Leóne fyrir vasklega framgöngu hans gegn sjúkdómnum. Engin lækning er til við Ebólu sem getur dregið níu af hverjum tíu til dauða sem smitast af veirunni en dánarhlutfall faraldursins sem nú geisar er um 60 prósent. Ebóla dregur nafn sitt af fljóti í Austur-Kongó þar sem veiran kom fyrst upp árið 1976. Þá dró hún 280 manns til dauða en alls hafa 1600 manns fallið af hennar völdum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar. Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Sérfræðingar telja að upptök núverandi faraldar megi rekja til suðausturhluta Gíneu einhvern tímann í janúarmánuði á þessu ári, þrátt fyrir að fyrsta staðfesta tilvikið hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en í mars. Flestir hafa látið lífið í Gíneu, um 319 talsins, en á síðustu misserum hafa flestir fallið í Síerra Leóne. Núverandi faraldur er sá banvænasti í sögunni.
Ebóla Tengdar fréttir Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58 Ebóla berst til Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku. 25. júlí 2014 22:07 Allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu Ebólu Óttast að veiran geti breiðst hratt út á þeim svæðum sem litla læknisaðstoð er að fá verði ekki gripið til róttækra aðgerða. 12. júní 2014 21:10 Ebólaveiran fellir 59 manns í Gíneu Af 80 smituðum lifir tæpur fjórðungur enn. 23. mars 2014 17:45 Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna. 27. júlí 2014 00:01 Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna. 23. júlí 2014 21:44 Ebóla breiðist enn út Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. 21. júní 2014 22:48 Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00 Hafa náð að hefta útbreiðslu ebólaveirunnar Alls hafa 157 greinst með veiruna í Gíneu og 101 látist. 14. apríl 2014 22:02 Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni. 26. júlí 2014 16:40 Ebóla hugsanlega í Kanada Grunur leikur á að karlmaður, sem nýverið kom til Kanada frá Vestur-Afríku, hafi smitast af ebólu vírusnum. Karlmaðurinn er í lífshættulegu ástandi á sjúkrahúsi í Saskatoon í Kanada. 25. mars 2014 13:58 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda Fílabeinsstrandarinnar brjóta í bága við alþjóðalög. 15. júlí 2014 15:58
Ebóla berst til Nígeríu Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku. 25. júlí 2014 22:07
Allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu Ebólu Óttast að veiran geti breiðst hratt út á þeim svæðum sem litla læknisaðstoð er að fá verði ekki gripið til róttækra aðgerða. 12. júní 2014 21:10
Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna. 27. júlí 2014 00:01
Maðurinn sem leiddi baráttuna gegn Ebólu sýktist sjálfur Litið er á Sheik Umar Khan sem þjóðarhetju í Síerra Leóne vegna framlags hans til læknavísindanna. 23. júlí 2014 21:44
Ebóla breiðist enn út Um 330 manns hafa látist í Vestur-Afríku á þessu ári af völdum e-bólu veiru. Sjúkdómurinn er sagður sá allra versti og skæðasti í sögunni. 21. júní 2014 22:48
Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur 23. júní 2014 07:00
Hafa náð að hefta útbreiðslu ebólaveirunnar Alls hafa 157 greinst með veiruna í Gíneu og 101 látist. 14. apríl 2014 22:02
Ebóla-faraldurinn stjórnlaus Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. 30. júní 2014 07:00
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir Yfirvöld í Nígeríu hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi eftir að karlmaður frá Líberíu lést úr ebólu þar í landi í vikunni. 26. júlí 2014 16:40
Ebóla hugsanlega í Kanada Grunur leikur á að karlmaður, sem nýverið kom til Kanada frá Vestur-Afríku, hafi smitast af ebólu vírusnum. Karlmaðurinn er í lífshættulegu ástandi á sjúkrahúsi í Saskatoon í Kanada. 25. mars 2014 13:58