Erlent

Ebólaveiran fellir 59 manns í Gíneu

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Vísindamenn rannsaka Ebólaveiruna.
Vísindamenn rannsaka Ebólaveiruna. Mynd/AFP
59 eru látnir í Gíneu eftir að Ebóla-blæðingarsótt hefur breiðst út um sunnanverð samfélög afríska ríkisins. CNN segir frá þessu.

Sérfræðingar höfðu átt í erfiðleikum við að bera kennsl á sjúkdóminn, en niðurgangur, uppköst og hiti eru fyrstu einkenni Ebólaveirunnar.

Heilbrigðismálaráðherra Gíneu, Remy Lamah sagði fyrstu prófanir staðfesta að um veirublæðingarsótt sé að ræða. Sóttir af slíku tagi ráðast á mörg líffærakerfi innan líkamans.

Í yfirlýsingu frá UNICEF segir að af 80 smituðum hafi 59 látist. Af heildarfjölda smitaðra eru 3 börn. Samtökin hafa sent birgðir til Gíneu og ráðleggja íbúum að þvo sér reglulega um hendurnar og halda ró sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×