Erlent

Ebóla-faraldurinn stjórnlaus

Brjánn Jónasson skrifar
Meðlimur samtakanna Læknar án landamæra setur á sig hlífðargleraugu áður en hann sinnir sjúklingum sem eru í einangrun.
Meðlimur samtakanna Læknar án landamæra setur á sig hlífðargleraugu áður en hann sinnir sjúklingum sem eru í einangrun. Nordicphotos/AFP
Ebóla-faraldurinn sem geisar í þremur löndum í Vestur-Afríku er orðinn stjórnlaus, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. Alls hefur verið staðfest að 599 hafa smitast af vírusnum og 338 hafa látist í Líberíu, Gíneu og Síerra-Leóne. Þetta er versti ebóla-faraldurinn sem vitað er af.

Engin lækning er til við ebóla-vírusnum. Hann veldur innvortis blæðingum og líffærabilun. Vírusinn smitast milli manna meðal annars í jarðarförum þeirra sem hafa látist af hans völdum. Rúmlega helmingur þeirra sem smitast af ebóla-vírusnum deyr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×