Erlent

Ebóla hugsanlega í Kanada

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Grunur leikur á að karlmaður sem nýverið kom til Kanada frá Vestur-Afríku hafi smitast af ebólu vírusnum sem dregið hefur tugi manna til dauða í Gíneu undanfarið. Karlmaðurinn er í lífshættulegu ástandi á sjúkrahúsi í Saskatoon í Kanada. BBC greinir frá.

Ekki hefur verið greint frá þjóðerni mannsins. Veiran er ein sú mannskæðasta sem þekkist nú á dögum og er ólæknandi. Enn hefur faraldur af ebólu aðeins átt sér stað í Afríku.

Varað hefur við því að vírusinn geti breiðst út til annarra landa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×