Erlent

Allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu Ebólu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Mikil skelfing hefur gripið um sig í Sierra Leone og er allra leiða leitað til að hefta útbreiðslu e-bólu veirunnar þar í landi. Lokað hefur verið fyrir öll viðskipti til landsins frá Gíneu og Líberíu, skólum hefur verið lokað, kvikmyndahúsum og öllum helstu almenningsstöðum í landinu. Þegar hafa sextán látist þarlendis á þessu ári af völdum veirunnar.

Alþjóðaheilbriðismálastofnunin (WHO) og samtökin Læknar án landamæra sendu í byrjun mánaðarins sérfræðinga til Sierra Leone til að meta stöðuna. Óttast að hún geti breiðst hratt út á þeim svæðum sem litla læknisaðstoð er að fá verði ekki gripið til róttækra aðgerða.

Ebólunnar varð vart í mars síðastliðnum í Gíneu og þegar hafa 328 greinst með hana þarlendis, þar af eru 208 látnir.

Ebóla er ein hættulegasta veira sem þekkist. Fyrsta skráða tilfellið kom upp í Austur-Kongó árið 1976, síðan þá hefur veiran kostað tæplega 1.600 manns lífið.  Í kjölfar smits herjar veiran á nær öll líffæri manneskjunnar og étur upp vefi líkamans. Ebóla er ólæknandi sjúkdómur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×