Erlent

Flóttamönnum bannað að snúa aftur vegna Ebóla-hættu

Bjarki Ármannsson skrifar
Barist gegn Ebóla-veirunni í Gíneu.
Barist gegn Ebóla-veirunni í Gíneu. Vísir/AFP
400 flóttamönnum frá Fílabeinsströndinni hefur verið meinuð aðganga aftur inn í landið frá Líberíu af ótta við að þeir gætu dreift Ebóla-veirunni. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir þessa ákvörðun yfirvalda brjóta í bága við alþjóðalög.

Hópurinn flúði Fílabeinsströndina á árunum 2010 og 2011 vegna átakanna sem brutust út í landinu þegar þáverandi forseti, Laurent Gbagbo, neitaði að sætta sig við kosningatap sitt. Bruno Kone, talsmaður ríkisstjórnarinnar, segir að umheimurinn verði að „sýna skilning“ þar sem Fílabeinsströndin megi ekki við því að taka áhættur í þessum efnum.

Frá þessu er greint á vef BBC. Ebóla-veiran hefur nú grandað rúmlega 600 manns í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. Þetta er versti Ebóla-faraldur sögunnar. Samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) var tilkynnt um 68 dauðsföll af völdum veirunnar í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum

Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×