Hætt við boðaðar kosningar í Svíþjóð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2014 09:56 Ekkert verður af því að þingkosningar fari fram í Svíþjóð þann 22. mars næstkomandi. Forsætisráðherran Stefan Löfven hafði boðað til kosninga eftir að fjárlagafrumvarp minnihlutarstjórnar hans hlaut ekki brautgengi en stjórn hans hafði þá aðeins setið í 62 daga. Í stað þess að greiða atkvæði með tillögum stjórnarinnar kusu Svíþjóðardemókratar með tillögum stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja hafði eingöngu 138 þingsæti af 349 bakvið sig. „Það er hefð í sænskum stjórnmálum að ná að leysa úr erfiðum vandamálum með sáttum,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundi í dag þar sem greint var frá ákvörðuninni. Fulltrúar sænskra stjórnmálaflokka hafa unnið af því yfir hátíðirnar að afstýra stjórnarkreppunni þar í landi. Lendingin hefur hlotið nafnið Desembersamkomulagið en það felur í sér að ríkisstjórnin verður að láta sér lynda að fara eftir fjárlögum stjórnarandstöðunnar á næsta ári en fram til ársins 2022 verði stjórnarandstöðuflokkum óheimilt að kjósa gegn fjárlagatillögum stjórnarinnar. Desembersamkomulagið felur einnig í sér málamiðlanir í málefnum er tengjast eftirlaunum, varnar- og orkumálum. Að auki einangrar það Svíþjóðardemókrata nokkuð en innflytjandastefna flokksins er afar umdeild. Tengdar fréttir Nýjar þingkosningar í Svíþjóð 22. mars Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti að þann 29. desember verði boðað verði til þingkosninga í Svíþjóð. Kosningar fara fram þann 22. mars. 3. desember 2014 15:53 Fjárlagafrumvarp sænsku ríkisstjórnarinnar fellt Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með fjarlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna. 3. desember 2014 15:13 Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. 3. desember 2014 08:02 Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. 2. desember 2014 16:14 Minnihlutastjórn Löfvens gæti haldið velli eftir allt saman Svo gæti farið að ekkert verði af því að boða þurfi til kosninga í Svíþjóð eins og útlit hefur verið fyrir. 22. desember 2014 08:11 Afsögn sænsku ríkisstjórnarinnar eða nýjar kosningar í kortunum Sænska þingið mun greiða atkvæði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag þar sem það verður væntanlega fellt. 3. desember 2014 11:54 Líklegt að sænskir kjósendur leiti til stóru flokkanna Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, telur að sænskir kjósendur muni fyrst og fremst kjósa þannig að það náist einhver stöðugleiki í sænsk stjórnmál. 4. desember 2014 16:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Ekkert verður af því að þingkosningar fari fram í Svíþjóð þann 22. mars næstkomandi. Forsætisráðherran Stefan Löfven hafði boðað til kosninga eftir að fjárlagafrumvarp minnihlutarstjórnar hans hlaut ekki brautgengi en stjórn hans hafði þá aðeins setið í 62 daga. Í stað þess að greiða atkvæði með tillögum stjórnarinnar kusu Svíþjóðardemókratar með tillögum stjórnarandstöðunnar. Ríkisstjórn jafnaðarmanna og græningja hafði eingöngu 138 þingsæti af 349 bakvið sig. „Það er hefð í sænskum stjórnmálum að ná að leysa úr erfiðum vandamálum með sáttum,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundi í dag þar sem greint var frá ákvörðuninni. Fulltrúar sænskra stjórnmálaflokka hafa unnið af því yfir hátíðirnar að afstýra stjórnarkreppunni þar í landi. Lendingin hefur hlotið nafnið Desembersamkomulagið en það felur í sér að ríkisstjórnin verður að láta sér lynda að fara eftir fjárlögum stjórnarandstöðunnar á næsta ári en fram til ársins 2022 verði stjórnarandstöðuflokkum óheimilt að kjósa gegn fjárlagatillögum stjórnarinnar. Desembersamkomulagið felur einnig í sér málamiðlanir í málefnum er tengjast eftirlaunum, varnar- og orkumálum. Að auki einangrar það Svíþjóðardemókrata nokkuð en innflytjandastefna flokksins er afar umdeild.
Tengdar fréttir Nýjar þingkosningar í Svíþjóð 22. mars Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti að þann 29. desember verði boðað verði til þingkosninga í Svíþjóð. Kosningar fara fram þann 22. mars. 3. desember 2014 15:53 Fjárlagafrumvarp sænsku ríkisstjórnarinnar fellt Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með fjarlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna. 3. desember 2014 15:13 Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. 3. desember 2014 08:02 Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. 2. desember 2014 16:14 Minnihlutastjórn Löfvens gæti haldið velli eftir allt saman Svo gæti farið að ekkert verði af því að boða þurfi til kosninga í Svíþjóð eins og útlit hefur verið fyrir. 22. desember 2014 08:11 Afsögn sænsku ríkisstjórnarinnar eða nýjar kosningar í kortunum Sænska þingið mun greiða atkvæði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag þar sem það verður væntanlega fellt. 3. desember 2014 11:54 Líklegt að sænskir kjósendur leiti til stóru flokkanna Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, telur að sænskir kjósendur muni fyrst og fremst kjósa þannig að það náist einhver stöðugleiki í sænsk stjórnmál. 4. desember 2014 16:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Nýjar þingkosningar í Svíþjóð 22. mars Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti að þann 29. desember verði boðað verði til þingkosninga í Svíþjóð. Kosningar fara fram þann 22. mars. 3. desember 2014 15:53
Fjárlagafrumvarp sænsku ríkisstjórnarinnar fellt Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með fjarlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna. 3. desember 2014 15:13
Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. 3. desember 2014 08:02
Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. 2. desember 2014 16:14
Minnihlutastjórn Löfvens gæti haldið velli eftir allt saman Svo gæti farið að ekkert verði af því að boða þurfi til kosninga í Svíþjóð eins og útlit hefur verið fyrir. 22. desember 2014 08:11
Afsögn sænsku ríkisstjórnarinnar eða nýjar kosningar í kortunum Sænska þingið mun greiða atkvæði um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag þar sem það verður væntanlega fellt. 3. desember 2014 11:54
Líklegt að sænskir kjósendur leiti til stóru flokkanna Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann í Malmö, telur að sænskir kjósendur muni fyrst og fremst kjósa þannig að það náist einhver stöðugleiki í sænsk stjórnmál. 4. desember 2014 16:00