Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2014 16:14 Matthias Karlsson, tímabundinn leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að vonir Svíþjóðardemókrata standi til að Græningjaflokkurinn hverfi úr ríkisstjórn. Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. Því liggur fyrir að litlar sem engar líkur séu á að fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna og Græningja verði samþykkt í óbreyttri mynd. Stefan Löfven forsætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um ákvörðun Svíþjóðardemókrata.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að fjórir möguleikar séu í stöðunni fyrir Löfven. Í fyrsta lagi er mögulegt að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verði dregið til baka og sent aftur til fjárlaganefndar. Þannig geti ríkisstjórnin keypt sér tíma og lagt síðar fram nýtt frumvarp sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna. Annar möguleiki er ríkisstjórnin segi af sér og þingforseti leiti til þess sem hann telur líklegastan til að mynda nýja stjórn til að gera einmitt það. Þriðji möguleikinn er að minnihlutastjórnin starfi áfram þrátt fyrir samþykkt fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna. Síðasti möguleikinn sé að ríkisstjórnin boði til nýrra kosninga. Ákvörðunar Svíþjóðardemókrata hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur flokkurinn í raun haldið sænskum stjórnmálum í gíslingu síðustu daga og vikur. Matthias Karlsson, staðgengill leiðtoga Svíþjóðardemókrata, segir að vonir Svíþjóðardemókrata standi til að Græningjaflokkurinn hverfi úr ríkisstjórn þar sem þeir álíti flokkinn skaðlegan landinu. Karlsson sagði Svíþjóðardemókrata meðvitaða um þann möguleika að Jafnaðarmenn myndu leita samstarfs við borgaralegu flokkana, sem myndi þar með leiða til að Svíþjóðardemókratar myndu glata oddastöðu sinni. Þetta væri þó áhætta sem flokkurinn væri reiðubúinn að taka. Svíþjóðardemókratar náðu oddastöðu í þingkosningum í Svíþjóð í haust. Bandalag borgaralegu flokkanna, undir stjórn Fredrik Reinfeldt, misstu meirihluta á þingi í kosningunum og mynduðu í kjölfar Jafnaðarmenn og Græningjar nýja minnihlutastjórn.Chaos and turmoil in the politics of Sweden. Red-green government likely collapses. Was bound to happen sooner or later. This was sooner.— Carl Bildt (@carlbildt) December 2, 2014 Tengdar fréttir Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur tilkynnt að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. 17. október 2014 12:35 Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. 3. október 2014 08:43 Formaðurinn þjáist af kulnun Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust. 12. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. Því liggur fyrir að litlar sem engar líkur séu á að fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna og Græningja verði samþykkt í óbreyttri mynd. Stefan Löfven forsætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um ákvörðun Svíþjóðardemókrata.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að fjórir möguleikar séu í stöðunni fyrir Löfven. Í fyrsta lagi er mögulegt að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verði dregið til baka og sent aftur til fjárlaganefndar. Þannig geti ríkisstjórnin keypt sér tíma og lagt síðar fram nýtt frumvarp sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna. Annar möguleiki er ríkisstjórnin segi af sér og þingforseti leiti til þess sem hann telur líklegastan til að mynda nýja stjórn til að gera einmitt það. Þriðji möguleikinn er að minnihlutastjórnin starfi áfram þrátt fyrir samþykkt fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna. Síðasti möguleikinn sé að ríkisstjórnin boði til nýrra kosninga. Ákvörðunar Svíþjóðardemókrata hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur flokkurinn í raun haldið sænskum stjórnmálum í gíslingu síðustu daga og vikur. Matthias Karlsson, staðgengill leiðtoga Svíþjóðardemókrata, segir að vonir Svíþjóðardemókrata standi til að Græningjaflokkurinn hverfi úr ríkisstjórn þar sem þeir álíti flokkinn skaðlegan landinu. Karlsson sagði Svíþjóðardemókrata meðvitaða um þann möguleika að Jafnaðarmenn myndu leita samstarfs við borgaralegu flokkana, sem myndi þar með leiða til að Svíþjóðardemókratar myndu glata oddastöðu sinni. Þetta væri þó áhætta sem flokkurinn væri reiðubúinn að taka. Svíþjóðardemókratar náðu oddastöðu í þingkosningum í Svíþjóð í haust. Bandalag borgaralegu flokkanna, undir stjórn Fredrik Reinfeldt, misstu meirihluta á þingi í kosningunum og mynduðu í kjölfar Jafnaðarmenn og Græningjar nýja minnihlutastjórn.Chaos and turmoil in the politics of Sweden. Red-green government likely collapses. Was bound to happen sooner or later. This was sooner.— Carl Bildt (@carlbildt) December 2, 2014
Tengdar fréttir Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur tilkynnt að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. 17. október 2014 12:35 Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. 3. október 2014 08:43 Formaðurinn þjáist af kulnun Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust. 12. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur tilkynnt að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. 17. október 2014 12:35
Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. 3. október 2014 08:43
Formaðurinn þjáist af kulnun Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust. 12. nóvember 2014 07:00