Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Atli Ísleifsson skrifar 2. desember 2014 16:14 Matthias Karlsson, tímabundinn leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að vonir Svíþjóðardemókrata standi til að Græningjaflokkurinn hverfi úr ríkisstjórn. Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. Því liggur fyrir að litlar sem engar líkur séu á að fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna og Græningja verði samþykkt í óbreyttri mynd. Stefan Löfven forsætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um ákvörðun Svíþjóðardemókrata.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að fjórir möguleikar séu í stöðunni fyrir Löfven. Í fyrsta lagi er mögulegt að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verði dregið til baka og sent aftur til fjárlaganefndar. Þannig geti ríkisstjórnin keypt sér tíma og lagt síðar fram nýtt frumvarp sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna. Annar möguleiki er ríkisstjórnin segi af sér og þingforseti leiti til þess sem hann telur líklegastan til að mynda nýja stjórn til að gera einmitt það. Þriðji möguleikinn er að minnihlutastjórnin starfi áfram þrátt fyrir samþykkt fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna. Síðasti möguleikinn sé að ríkisstjórnin boði til nýrra kosninga. Ákvörðunar Svíþjóðardemókrata hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur flokkurinn í raun haldið sænskum stjórnmálum í gíslingu síðustu daga og vikur. Matthias Karlsson, staðgengill leiðtoga Svíþjóðardemókrata, segir að vonir Svíþjóðardemókrata standi til að Græningjaflokkurinn hverfi úr ríkisstjórn þar sem þeir álíti flokkinn skaðlegan landinu. Karlsson sagði Svíþjóðardemókrata meðvitaða um þann möguleika að Jafnaðarmenn myndu leita samstarfs við borgaralegu flokkana, sem myndi þar með leiða til að Svíþjóðardemókratar myndu glata oddastöðu sinni. Þetta væri þó áhætta sem flokkurinn væri reiðubúinn að taka. Svíþjóðardemókratar náðu oddastöðu í þingkosningum í Svíþjóð í haust. Bandalag borgaralegu flokkanna, undir stjórn Fredrik Reinfeldt, misstu meirihluta á þingi í kosningunum og mynduðu í kjölfar Jafnaðarmenn og Græningjar nýja minnihlutastjórn.Chaos and turmoil in the politics of Sweden. Red-green government likely collapses. Was bound to happen sooner or later. This was sooner.— Carl Bildt (@carlbildt) December 2, 2014 Tengdar fréttir Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur tilkynnt að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. 17. október 2014 12:35 Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. 3. október 2014 08:43 Formaðurinn þjáist af kulnun Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust. 12. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. Því liggur fyrir að litlar sem engar líkur séu á að fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar Jafnaðarmanna og Græningja verði samþykkt í óbreyttri mynd. Stefan Löfven forsætisráðherra hefur enn ekki tjáð sig um ákvörðun Svíþjóðardemókrata.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að fjórir möguleikar séu í stöðunni fyrir Löfven. Í fyrsta lagi er mögulegt að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verði dregið til baka og sent aftur til fjárlaganefndar. Þannig geti ríkisstjórnin keypt sér tíma og lagt síðar fram nýtt frumvarp sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna. Annar möguleiki er ríkisstjórnin segi af sér og þingforseti leiti til þess sem hann telur líklegastan til að mynda nýja stjórn til að gera einmitt það. Þriðji möguleikinn er að minnihlutastjórnin starfi áfram þrátt fyrir samþykkt fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna. Síðasti möguleikinn sé að ríkisstjórnin boði til nýrra kosninga. Ákvörðunar Svíþjóðardemókrata hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og hefur flokkurinn í raun haldið sænskum stjórnmálum í gíslingu síðustu daga og vikur. Matthias Karlsson, staðgengill leiðtoga Svíþjóðardemókrata, segir að vonir Svíþjóðardemókrata standi til að Græningjaflokkurinn hverfi úr ríkisstjórn þar sem þeir álíti flokkinn skaðlegan landinu. Karlsson sagði Svíþjóðardemókrata meðvitaða um þann möguleika að Jafnaðarmenn myndu leita samstarfs við borgaralegu flokkana, sem myndi þar með leiða til að Svíþjóðardemókratar myndu glata oddastöðu sinni. Þetta væri þó áhætta sem flokkurinn væri reiðubúinn að taka. Svíþjóðardemókratar náðu oddastöðu í þingkosningum í Svíþjóð í haust. Bandalag borgaralegu flokkanna, undir stjórn Fredrik Reinfeldt, misstu meirihluta á þingi í kosningunum og mynduðu í kjölfar Jafnaðarmenn og Græningjar nýja minnihlutastjórn.Chaos and turmoil in the politics of Sweden. Red-green government likely collapses. Was bound to happen sooner or later. This was sooner.— Carl Bildt (@carlbildt) December 2, 2014
Tengdar fréttir Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur tilkynnt að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. 17. október 2014 12:35 Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. 3. október 2014 08:43 Formaðurinn þjáist af kulnun Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust. 12. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Leiðtogi Svíþjóðardemókrata útbrunninn og í veikindaleyfi Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, hefur tilkynnt að hann hafi skráð sig í ótímabundið veikindaleyfi að höfðu samráði við lækni. 17. október 2014 12:35
Wallström nýr utanríkisráðherra Svíþjóðar Stefan Löfven, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, kynnti nýja ríkisstjórn sína í morgun. 3. október 2014 08:43
Formaðurinn þjáist af kulnun Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókratanna, fór í veikindaleyfi fyrir rúmum þremur vikum vegna alvarlegra kulnunar í starfi. Starfandi leiðtogi flokksins, Mattias Karlsson, segir Åkesson varla muna eftir þátttöku sinni í kappræðunum fyrir kosningarnar fyrr í haust. 12. nóvember 2014 07:00