Erlent

Fjárlagafrumvarp sænsku ríkisstjórnarinnar fellt

Atli Ísleifson skrifar
Stefan Löfven tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir um tveimur mánuðum.
Stefan Löfven tók við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar fyrir um tveimur mánuðum. Vísir/AFP
Sænska þingið felldi nú siðdegis fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar jafnaðarmanna og Græningja. Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með fjarlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna.

182 þingmenn greiddu atkvæði gegn fjárlagafrumvarpi stjórnarinnar, en 153 með.

Stefan Löfven forsætisráðherra mun halda fréttamannafund klukkan 15:30 þar sem hann mun gera grein fyrir því hvernig sjái fyrir sér næstu skref.

Ljóst er að annað hvort mun Löfven boða til nýrra kosninga eða þá segja af sér embætti. Segi Löfven af sér er líklegt að forseti þingsins muni ræða við leiðtoga þingflokka og veita annað hvort Löfven nýtt umboð til stjórnarmyndunar eða jafnvel Anna Kinberg Batra, leiðtoga Moderaterna.


Tengdar fréttir

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin.

Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu

Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×