Erlent

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Vísir/AFP
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin.

Ríkisstjórn Löfven er minnihlutastjórn og því er komin upp stjórnarkreppa í landinu nú þegar en aðeins eru um tveir mánuðir liðnir frá því Löfven tók við stjórnartaumunum. Hann sagði í gærkvöldi að líklega þurfi að boða til nýrra kosninga í landinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×