Erlent

Kanna af hverju Monis var ekki á lista yfirvalda

Samúel Karl Ólason skrifar
Man Haron Monis var fimmtugur en hann hélt gíslum föstum í rúma 16 tíma í gær.
Man Haron Monis var fimmtugur en hann hélt gíslum föstum í rúma 16 tíma í gær. Vísr/AP
Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, segir að yfirvöld þar í landi muni kanna af hverju Man Haron Monis, sem tók 17 manns í gíslingu á Kaffihúsi í Sydney, hafi ekki verið á lista yfirvalda yfir mögulega hryðjuverkamenn. Þá vill hann vita hvernig stæði á því að Monis hafi gengið laus gegn tryggingu.

Hann hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot og fyrir að hafa aðstoðað konu við að myrða fyrrverandi eiginkonu sína.

Abbott lýsti honum sem trufluðum og sjúkum einstakling. Hann sagði þetta vera fyrsta hryðjuverkaatvikið í Ástralíu í 35 ár.

Monis lét gísla lesa upp kröfur sínar og hlóð hann svo myndböndum af því upp á Youtube.

Tveir gíslar létu lífið þegar lögreglan réðst til atlögu gegn Monis. Þau hétu Tori Johnson sem var 34 ára og Katrina Dawson sem var 38 ára. Þau höfðu verið í gíslingu í sextán tíma.

Catherine Burn hjá lögreglunni í Syndey vildi ekki staðfesta að Monis hafi skotið gíslana sjálfur. Hún vildi ekki heldur staðfesta fregnir um að Johnson hafi verið skotinn í átökum við Monis. Burn sagði þó að allir gíslarnir hefðu verið hugrakkir og hagað sér eftir því.

Samkvæmt BBC sagði Burn þó að lögreglumenn hefði ráðist inn í kaffihúsið eftir að skot heyrðust þaðan og gíslar hlupu út. Rannsókn hefur þegar verið hafin á störfum lögreglu á vettvangi og Burn vildi ekki segja meira til að hafa ekki áhrif á rannsóknina.

Ástralar, sem virðast vera slegnir yfir atvikinu, lögðu blómvendi við kaffihúsið í morgun. Þá hafa samtök múslima í Ástralíu fordæmt atvikið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×