Erlent

Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Margir hafa boðist til að ferðast með múslimum.
Margir hafa boðist til að ferðast með múslimum. vísir/afp
Umsátursástand skapaðist í Sydney í dag þegar maður af írönskum uppruna hélt fjölda manns í gíslingu á Lindt kaffihúsi í miðju fjármálahverfi borgarinnar. Umsátrinu lauk nú fyrir skömmu með skotbardaga milli lögreglu og mannsins en óstaðfestar fregnir segja að tveir hafi látist, gíslatökumaðurinn og einn gísl.

Maðurinn hafði látið einhverja gíslanna standa upp við glugga kaffihússins þar sem þeir héldu svörtum fána með arabískri áletrun. Margir múslimar búsettir í Sydney hafa orðið fyrir aðkasti á götum úti vegna gjörða mannsins þar sem þeir eru sömu trúar. 

Eitt vinsælasta kassamerkið (e. hashtag) á vefsíðunni Twitter þessa stundina er #illridewithyou. Á síðustu klukkustundum hafa tugþúsundir notenda samskiptamiðlanna Twitter og Instagram sýnt stuðning í verki.  


Tengdar fréttir

Gíslataka í Sydney

Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×