„Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2014 22:43 Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, segir borgina hreinlega hafa stoppað fyrsta klukkutímann eftir að ljóst var að maður hefði tekið gísla á kaffihúsinu Lindt í Martin Place. Mynd/Getty/Ásta Guðmundsdóttir „Ég var í vinnunni þegar þetta gerist og frétti af þessu um tíuleytið. Ég hringi strax í manninn minn sem er að vinna í Surrey Hills sem er næsta hverfi við Martin Place þar sem gíslatakan var. Ég veit að strætóinn hans fer þarna framhjá á morgnana en hann svaraði strax og það var allt í lagi með hann. Ég læt svo samstarfsfélaga mína vita af þessu og það taka bara allir upp símann og hringja í sína nánustu. Borgin stoppar eiginlega bara þarna fyrsta klukkutímann eftir að þetta gerist,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, en Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsi þar í borg í tæpan sólarhring. Ásta segir marga eiga erindi í hverfið Martin Place, viðskiptahverfi Sydney. Mörg fyrirtæki eru til að mynda með aðalskrifstofur sínar í hverfinu. „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni. Það var mikill erill og fólk var einhvern veginn bara að spá í þessu, hvort þeir þekktu einhvern þarna og þannig.“ Það hafi svo verið misvísandi skilaboð í fréttamiðlum úti að sögn Ástu, til dæmis um hversu margir væru að verki í gíslatökunni og hvort að hún tengdist öðrum hryðjuverkum, til að mynda hryðjuverkaárás sem tókst að koma í veg fyrir í Queensland í Ástralíu í september síðastliðnum. Ásta segir að fólk hafi óttast það mjög að um stóra hryðjuverkaárás væri að ræða.Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur og var fjölda gatna í miðborg Sydney lokað, þar á meðal Elizabeth Street sem liggur upp að Martin Place.Mynd/Ásta GuðmundsdóttirSydney var eins og draugaborg Aðspurð hvort að Ástralir líti almennt á hryðjuverkaárásir sem ógn við öryggi sitt segir Ásta: „Ekki að mínu mati, nei. Þetta er bara rosalega friðsæl borg og öryggi þínu er ekki ógnað. Þannig að þetta kom held ég rosalega mörgum mjög á óvart og fólk var bara í sjokki. Það býst enginn við svona í Sydney.“ Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur í borginni og var Sydney-brúnni lokað um tíma. Ásta segir að það hafi skapað óvissu hjá fólki um hvernig það ætti að komast heim til sín úr vinnu. „Brúin skiptir borginni í norður-og suðurhluta og við búum hérna í norðurhlutanum. Ég vinn hér en maðurinn minn vinnur í suðurhlutanum og þarf því að fara yfir brúna. Hann var því fastur hinu megin í smástund og samstarfsfélagar mínir sem þurfa að fara yfir brúna þeir voru hreinlega ekki vissir um að þeir kæmust heim.“ Í eftirmiðdaginn hafi brúin svo verið opnuð að hluta en að auki var götum í um 1 kílómetra radíus frá Martin Place lokað. Ásta segir að fólk tali um að Sydney hafi verið eins og draugaborg í gær, ekki bara í miðbænum, heldur víðar. Til að mynda hafi maðurinn hennar verið mjög snöggur heim úr vinnunni þar sem svo fáir voru á ferli í borginni. Aðspurð hvort hún upplifi það sem svo að ástralska þjóðin hafi þjappað sér saman í kjölfar gíslatökunnar, eins og Tony Abbott, forsætisráðherra, hvatti til, segir Ásta erfitt að leggja mat á það núna. „Þetta gerðist náttúrulega bara í gær svo það er erfitt að segja hvernig fólk mun taka á þessu nú þegar öllu er lokið. Það mun held ég bara koma í ljós á næstu dögum.“ Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
„Ég var í vinnunni þegar þetta gerist og frétti af þessu um tíuleytið. Ég hringi strax í manninn minn sem er að vinna í Surrey Hills sem er næsta hverfi við Martin Place þar sem gíslatakan var. Ég veit að strætóinn hans fer þarna framhjá á morgnana en hann svaraði strax og það var allt í lagi með hann. Ég læt svo samstarfsfélaga mína vita af þessu og það taka bara allir upp símann og hringja í sína nánustu. Borgin stoppar eiginlega bara þarna fyrsta klukkutímann eftir að þetta gerist,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, en Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsi þar í borg í tæpan sólarhring. Ásta segir marga eiga erindi í hverfið Martin Place, viðskiptahverfi Sydney. Mörg fyrirtæki eru til að mynda með aðalskrifstofur sínar í hverfinu. „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni. Það var mikill erill og fólk var einhvern veginn bara að spá í þessu, hvort þeir þekktu einhvern þarna og þannig.“ Það hafi svo verið misvísandi skilaboð í fréttamiðlum úti að sögn Ástu, til dæmis um hversu margir væru að verki í gíslatökunni og hvort að hún tengdist öðrum hryðjuverkum, til að mynda hryðjuverkaárás sem tókst að koma í veg fyrir í Queensland í Ástralíu í september síðastliðnum. Ásta segir að fólk hafi óttast það mjög að um stóra hryðjuverkaárás væri að ræða.Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur og var fjölda gatna í miðborg Sydney lokað, þar á meðal Elizabeth Street sem liggur upp að Martin Place.Mynd/Ásta GuðmundsdóttirSydney var eins og draugaborg Aðspurð hvort að Ástralir líti almennt á hryðjuverkaárásir sem ógn við öryggi sitt segir Ásta: „Ekki að mínu mati, nei. Þetta er bara rosalega friðsæl borg og öryggi þínu er ekki ógnað. Þannig að þetta kom held ég rosalega mörgum mjög á óvart og fólk var bara í sjokki. Það býst enginn við svona í Sydney.“ Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur í borginni og var Sydney-brúnni lokað um tíma. Ásta segir að það hafi skapað óvissu hjá fólki um hvernig það ætti að komast heim til sín úr vinnu. „Brúin skiptir borginni í norður-og suðurhluta og við búum hérna í norðurhlutanum. Ég vinn hér en maðurinn minn vinnur í suðurhlutanum og þarf því að fara yfir brúna. Hann var því fastur hinu megin í smástund og samstarfsfélagar mínir sem þurfa að fara yfir brúna þeir voru hreinlega ekki vissir um að þeir kæmust heim.“ Í eftirmiðdaginn hafi brúin svo verið opnuð að hluta en að auki var götum í um 1 kílómetra radíus frá Martin Place lokað. Ásta segir að fólk tali um að Sydney hafi verið eins og draugaborg í gær, ekki bara í miðbænum, heldur víðar. Til að mynda hafi maðurinn hennar verið mjög snöggur heim úr vinnunni þar sem svo fáir voru á ferli í borginni. Aðspurð hvort hún upplifi það sem svo að ástralska þjóðin hafi þjappað sér saman í kjölfar gíslatökunnar, eins og Tony Abbott, forsætisráðherra, hvatti til, segir Ásta erfitt að leggja mat á það núna. „Þetta gerðist náttúrulega bara í gær svo það er erfitt að segja hvernig fólk mun taka á þessu nú þegar öllu er lokið. Það mun held ég bara koma í ljós á næstu dögum.“
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07
Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29