Gíslatakan í Sydney: Þetta er það sem við vitum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. desember 2014 13:00 Gíslar voru látnir halda svörtum fána með hvítri áletrun í glugga kaffihússins. Vísir/AFP Ótilgreindum fjölda einstaklinga er nú haldið í gíslingu á kaffihúsi í borginni Sydney í Ástralíu. Óljóst er hvaða kröfur gíslatökumaðurinn, sem lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa borið kennsl á, eru. Hér er samantekt um það sem vitað er um ástandið:Ótilgreindur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina voru teknir gíslingu á kaffihúsi í fjármálahverfi Sydney um klukkan 9.45 að staðartíma. Gíslarnir eru ekki taldir vera fleiri en 30.Gíslatökumaðurinn hefur látið nokkra gísla hringja í fjölmiðla til að greina frá kröfum sínum. Að ósk lögreglu hefur ekki verið greint frá kröfunum opinberlega.Fimm gíslar hlupu út af kaffihúsinu en ekki hefur verið staðfest hversu margir eru þar ennþá. Það er ekki búið að skýra frá því hvort gíslunum var sleppt eða hvort þeir náðu að flýja á eigin spýtur. Myndband af því þegar gíslarnir komast út af kaffihúsinu má sjá neðst í fréttinni.Starfsmaður kaffihússins slökkti ljósin og er því myrkur innandyra. Lögregluyfirvöld hafa ekki viljað svara spurningum um hvers vegna. Maðurinn heitir Haron Monis. Hann er hælisleytandi frá Íran. Fyrrum lögmaður hans segir að Monis sé einangraður einstaklingur, en hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota. Hann gengur nú laus gegn tryggingu. Talið er að maðurinn sé einn að verki. Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, hefur sagt gíslatökumanninn vera rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið greint frá hverjar þær eru.Lögreglan vinnur að lausn málsins á þeim forsendum að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Unnið er að því að semja við manninn og reyna að finna út hvað það er sem hann vill.Moskur, sýnagógur og kirkjur víðsvegar um Ástralíu hafa sent boð til almennings um að koma og biðja fyrir gíslunum og friðsamlegri lausn á aðstæðunum. Samgöngur í Sydney munu vera opnar þegar íbúar fara til vinnu í fyrramálið að staðartíma að sögn ríkisstjóranum í New South Wales. Daglegt líf flestra borgarbúa á að ganga snurðulaust fyrir sig.Byssumanninn fýsir að koma skilaboðum frá sér en fjölmiðlar hleypa honum ekki að. Hann hefur gripið til þess ráðs að setja myndbönd frá kaffihúsinu inn á vefsíðuna Youtube.com. Myndböndin hafa verið fjarlægð af vefnum.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar ABC News. Nánari umfjöllun um ástandið má sjá fyrir neðan spilarann. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari fregnir berast. Tveir gíslar hafa verið látnir halda svörtum fána með hvítri áletrun upp að glugga kaffihússins. Aðrir hafa verið látnir standa við gluggana með hendurnar á þeim. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans.Ekki ISIS fáni Ástralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Fáninn sem gíslarnir hafa verið látnir halda á er ekki fáni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Áletrunin er þekkt setning sem meðal annars má finna á fána Sádi-Arabíu og nokkur hryðjuverkasamtök hafa notað á fána sína og í skilaboðum. Þar á meðal er hópur sem berst í Sýrlandi, Jabhat Al-Nusra, sem tengist al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.Mikill viðbúnaður Hundruðir lögreglumanna hafa tekið þátt í aðgerðunum en lögreglustjórinn í New South Walse-ríki hefur staðfest að málið sé meðhöndlað sem hryðjuverkaárás, það er að sami viðbúnaður sé hjá lögreglu. Ástandið hefur þó ekki verið skilgreint sem hryðjuverk opinberlega. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.Vísir/AFPGreina ekki frá kröfunum Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að maðurinn væri rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið gefið upp hverjar þær eru. Gíslatökumaðurinn hefur haft samband við fjölmðila ytra og gefið upp kröfur sínar en að beiðni yfirvalda hefur ekki verið greint frá þeim. Í nótt greindi Abbott frá því að þjóðaröryggisráðið hafi verið kallað saman til að fara yfir stöðuna. Þá sagði hann alríkisstjórnina styðja lögregluna í New South Wales með öllum mögulegum hætti.Segist hafa komið fyrir sprengjumByssumaðurinn sem heldur gíslum á kaffihúsi í Sydney segist hafa komið tveimur sprengjum fyrir á kaffihúsinu og tveimur öðrum í fjármálahverfi borgarinnar. Lögreglan segir þetta þó ekki vera rétt. Hann hefur verið í sambandi við lögreglu og fer fram á að fá að tala við Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu.Maðurinn er talinn vera vopnaður haglabyssu og sveðju. Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00 Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Ótilgreindum fjölda einstaklinga er nú haldið í gíslingu á kaffihúsi í borginni Sydney í Ástralíu. Óljóst er hvaða kröfur gíslatökumaðurinn, sem lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa borið kennsl á, eru. Hér er samantekt um það sem vitað er um ástandið:Ótilgreindur fjöldi starfsmanna og viðskiptavina voru teknir gíslingu á kaffihúsi í fjármálahverfi Sydney um klukkan 9.45 að staðartíma. Gíslarnir eru ekki taldir vera fleiri en 30.Gíslatökumaðurinn hefur látið nokkra gísla hringja í fjölmiðla til að greina frá kröfum sínum. Að ósk lögreglu hefur ekki verið greint frá kröfunum opinberlega.Fimm gíslar hlupu út af kaffihúsinu en ekki hefur verið staðfest hversu margir eru þar ennþá. Það er ekki búið að skýra frá því hvort gíslunum var sleppt eða hvort þeir náðu að flýja á eigin spýtur. Myndband af því þegar gíslarnir komast út af kaffihúsinu má sjá neðst í fréttinni.Starfsmaður kaffihússins slökkti ljósin og er því myrkur innandyra. Lögregluyfirvöld hafa ekki viljað svara spurningum um hvers vegna. Maðurinn heitir Haron Monis. Hann er hælisleytandi frá Íran. Fyrrum lögmaður hans segir að Monis sé einangraður einstaklingur, en hann hefur verið ákærður fyrir fjölda brota. Hann gengur nú laus gegn tryggingu. Talið er að maðurinn sé einn að verki. Forsætisráðherra Ástralíu, Tony Abbott, hefur sagt gíslatökumanninn vera rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið greint frá hverjar þær eru.Lögreglan vinnur að lausn málsins á þeim forsendum að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Unnið er að því að semja við manninn og reyna að finna út hvað það er sem hann vill.Moskur, sýnagógur og kirkjur víðsvegar um Ástralíu hafa sent boð til almennings um að koma og biðja fyrir gíslunum og friðsamlegri lausn á aðstæðunum. Samgöngur í Sydney munu vera opnar þegar íbúar fara til vinnu í fyrramálið að staðartíma að sögn ríkisstjóranum í New South Wales. Daglegt líf flestra borgarbúa á að ganga snurðulaust fyrir sig.Byssumanninn fýsir að koma skilaboðum frá sér en fjölmiðlar hleypa honum ekki að. Hann hefur gripið til þess ráðs að setja myndbönd frá kaffihúsinu inn á vefsíðuna Youtube.com. Myndböndin hafa verið fjarlægð af vefnum.Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu áströlsku sjónvarpsstöðvarinnar ABC News. Nánari umfjöllun um ástandið má sjá fyrir neðan spilarann. Fréttin verður uppfærð eftir því sem frekari fregnir berast. Tveir gíslar hafa verið látnir halda svörtum fána með hvítri áletrun upp að glugga kaffihússins. Aðrir hafa verið látnir standa við gluggana með hendurnar á þeim. Fáninn sem gíslarnir halda á er svartur með arabísku letri. Á honum stendur: Það er enginn guð nema Allah. Múhameð er spámaður hans.Ekki ISIS fáni Ástralía er eitt þeirra landa sem styður aðgerðir Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu og lengi hefur verið óttast um hryðjuverk í landinu. Fáninn sem gíslarnir hafa verið látnir halda á er ekki fáni hryðjuverkasamtakanna ISIS. Áletrunin er þekkt setning sem meðal annars má finna á fána Sádi-Arabíu og nokkur hryðjuverkasamtök hafa notað á fána sína og í skilaboðum. Þar á meðal er hópur sem berst í Sýrlandi, Jabhat Al-Nusra, sem tengist al-Kaída hryðjuverkasamtökunum.Mikill viðbúnaður Hundruðir lögreglumanna hafa tekið þátt í aðgerðunum en lögreglustjórinn í New South Walse-ríki hefur staðfest að málið sé meðhöndlað sem hryðjuverkaárás, það er að sami viðbúnaður sé hjá lögreglu. Ástandið hefur þó ekki verið skilgreint sem hryðjuverk opinberlega. Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu.Vísir/AFPGreina ekki frá kröfunum Tony Abbott, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í yfirlýsingu fyrr í dag að maðurinn væri rekinn áfram af pólitískum ástæðum. Ekki hefur verið gefið upp hverjar þær eru. Gíslatökumaðurinn hefur haft samband við fjölmðila ytra og gefið upp kröfur sínar en að beiðni yfirvalda hefur ekki verið greint frá þeim. Í nótt greindi Abbott frá því að þjóðaröryggisráðið hafi verið kallað saman til að fara yfir stöðuna. Þá sagði hann alríkisstjórnina styðja lögregluna í New South Wales með öllum mögulegum hætti.Segist hafa komið fyrir sprengjumByssumaðurinn sem heldur gíslum á kaffihúsi í Sydney segist hafa komið tveimur sprengjum fyrir á kaffihúsinu og tveimur öðrum í fjármálahverfi borgarinnar. Lögreglan segir þetta þó ekki vera rétt. Hann hefur verið í sambandi við lögreglu og fer fram á að fá að tala við Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu.Maðurinn er talinn vera vopnaður haglabyssu og sveðju.
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00 Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Segist hafa komið sprengjum fyrir í Sydney Byssumaður sem heldur fólki í gíslingu í Ástralíu hefur látið gísla hringja til að leggja fram kröfur sínar. 15. desember 2014 09:00
Gíslataka í Sydney Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu. 15. desember 2014 00:12
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent