Erlent

Umsátursástandinu í Sydney er lokið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fjöldi gísla hljóp út af kaffihúsinu þegar skothríðin hófst.
Fjöldi gísla hljóp út af kaffihúsinu þegar skothríðin hófst. vísir/ap
Gíslatökuástandið í Sydney er búið. Skothvellir heyrðust frá kaffihúsinu og í kjölfarið réðst lögregla til atlögu. Lögreglan í Nýju Suður Wales tístaði nú fyrir skömmu að ástandið væri búið og fleiri frétta væri að vænta bráðlega.



Fréttir af mannfalli hafa ekki verið staðfestar af lögreglu en samkvæmt heimildum Sky eru tveir látnir, gíslatökumaðurinn og einn gísl.

Maður af írönskum uppruna, Man Haron Monis að nafni, hefur í tæpan sólarhring haldið fólki föngnu á Lindt kaffihúsinu í miðju fjármálahverfi Sydney. Hluti gíslanna var neyddur til að halda uppi svörtum fána með arabískri áletrun að glugga kaffihússins. Fimm gíslar hið minnsta hafa náð að að flýja húsið í dag.

Man Haron Monis hét upphaflega Manteghi Bourjerdi og kom til Ástralíu frá Íran árið 1996. Hann er þekktur í þarlendum fjölmiðlum en hann hefur haldið uppi mótmælum vegna veru ástralskra hermanna í Afghanistan. Aðferðin hefur verið heldur óvinsæl þar sem hann hefur sent fjölskyldum látinna hermanna bréf.

Hann var tæpur á því að lenda í fangelsi en slapp naumlega við slíkt. Í fyrra var hann grunaður um að hafa skipulagt morð á konu að nafni Noreen Pal og hefur að auki margoft verið sakaður um kynferðislega áreitni. 


Tengdar fréttir

Gíslataka í Sydney

Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×