Erlent

Abbot segir gíslatökumanninn brjálæðing

Jakob Bjarnar skrifar
Monis í apríl 2011, í viðtali við fjölmiðla eftir yfirheyrslu vegna hótunarbréfa til fjöldskyldna hermanna sem fallið höfðu í Afganistan.
Monis í apríl 2011, í viðtali við fjölmiðla eftir yfirheyrslu vegna hótunarbréfa til fjöldskyldna hermanna sem fallið höfðu í Afganistan. ap
Umfangsmikil rannsókn stendur nú yfir vegna gíslatökunnar í Sydney á mánudag en tveir gíslar af 17, auk ódæðismannsins Man Haron Monis féllu í umsátrinu.

Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, hefur heitið því að farið verði í saumana á því hvers vegna Monis var ekki undir eftirliti lögreglu, sem fyllsta ástæða var til, sé litið til ferils mannsins. Í gær greindu írönsk yfirvöld frá því að fyrir 14 árum hafi verið farið fram á að hann yrði framseldur vegna fjársvika. Þá átti Monis yfir höfði sér ákærur í Ástralíu fyrir fjölda kynferðisbrota, hann var ákærður fyrir að eiga þátt í að myrða eiginkonu hans, en var sleppt gegn tryggingu. Þá lýsti Monis yfir stuðningi við samtök sem talin eru tengjast íslamska ríkinu fyrir rúmum mánuði.

Abbot forsætisráðherra segir ljóst að maðurinn hafi verið alvarlega truflaður. Brjálaður reyndar, að sögn Abbots.


Tengdar fréttir

Gíslataka í Sydney

Vopnaður maður, eða menn, heldur nú fólki í gíslingu á kaffihúsi í Sydney, Ástralíu.

Greip í byssu Monis

Umsátri áströlsku lögreglunnar um kaffihús í Sydney á mánudag lauk fljótlega eftir að eigandi kaffihússins sá sér færi og greip um byssu gíslatökumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×