Erlent

Tekist á um góðgerðarstarf Pistorius

Atli Ísleifsson skrifar
Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Vísir/AFP
Saksóknarar í máli Oscar Pistorius hafa varpað fram spurningum og dregið í efa góðgerðarstarf suður-afríska spretthlauparans. Saksóknarar reyna nú að sýna fram á að Pistorius eigi skilið fangelsisvist fyrir að hafa verið valdur að dauða kærustu sinnar, Reevu Steenkamp.

Sérstakar vitnaleiðslur standa nú yfir í réttarhöldunum þar sem deilt er um hver refsing Pistorius skuli vera. Saksóknarinn Gerrie Nel segir meginástæðu góðgerðarstarfs Pistorius hafa verið að þoka áfram eigin frama spretthlauparans.

Pistorius var fundinn sekur um manndráp af gáleysi í síðasta mánuði. Verjendur í málinu reyna nú að sýna fram á að fangelsisvist sé óviðeigandi refsing og vilja að hann verði dæmdur í stofufangelsi ellegar til að gegna samfélagsþjónustu. Nel lýsti slíkum hugmyndum sem „yfirgengilega óviðeigandi“.

Pistorius á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu, Thokozile Masipa, segir Pistorius hafa hagað sér gáleysislega þegar hann skaut Steenkamp í gegnum baðherbergishurðina á heimili sínu, en að hann hafi í raun trúað því að innbrotsþjófur hafi verið á baðherberginu.

Í frétt BBC kemur fram að búist sé við ferlið þar sem refsing er ákveðin komi til með að taka nokkra daga.


Tengdar fréttir

Refsing ákveðin í máli Pistoriusar

Suður afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius mætir enn á ný fyrir rétt í dag en hann var á dögunum sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi þegar hann skaut unnustu sína til bana á heimili þeirra.

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.

Réttarhöldum yfir Pistorius frestað til morguns

Fréttaskýrendur segja allt benda til þess að suður-afríski spretthlauparinn verði fundinn sekur um manndráp af gáleysi þó að dómarinn hafi enn ekki tekið slíkt fram svart á hvítu.

Foreldrar Steencamp gagnrýna dóm Pistorius

Foreldrar Reevu Steenkamp, sem spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut til bana á síðasta ári, gagnrýna harkalega að Pistorius hafi verið fundinn sekur um manndráp en ekki morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×