Erlent

Foreldrar Steencamp gagnrýna dóm Pistorius

Vísir/Getty
Foreldrar Reevu Steenkamp, sem spretthlauparinn Oscar Pistorius skaut til bana á síðasta ári, gagnrýna harkalega að Pistorius hafi verið fundinn sekur um manndráp en ekki morð.

Dómari málsins sagði við dómsuppkvaðninguna í gær að Pistorius hefði sýnt vítavert gáleysi er hann skaut á baðherbergishurð íbúðar sinnar og varð unnustu sinni að bana, en að ekki væri sannað að hann hefði ætlað sér að myrða hana.

Pistorius er laus gegn tryggingu þar til refsing verður kveðin upp í næsta mánuði og foreldrar Steenkamp segja að réttlætinu hafi ekki verið fullnægt.


Tengdar fréttir

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.

Réttarhöldum yfir Pistorius frestað til morguns

Fréttaskýrendur segja allt benda til þess að suður-afríski spretthlauparinn verði fundinn sekur um manndráp af gáleysi þó að dómarinn hafi enn ekki tekið slíkt fram svart á hvítu.

Dómsuppkvaðningu frestað til morguns

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius var í dag sýknaður af ákæru um að hafa myrt unnustu sína af yfirlögðu ráði. Á morgun kemur í ljós hvort hann verður dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×