Erlent

Réttarhöldum yfir Pistorius frestað til morguns

Atli Ísleifsson skrifar
Pistorius var sakaður um að hafa myrt unnustu sína á heimili þeirra í Pretoriu í Suður-Afríku 13. febrúar 2013.
Pistorius var sakaður um að hafa myrt unnustu sína á heimili þeirra í Pretoriu í Suður-Afríku 13. febrúar 2013. Vísir/AFP
Dómari í máli Oscars Pistorius segir suður-afríska spretthlauparann ekki hafa myrt unnustu sína Reevu Steenkamp að yfirlögðu ráði.

Þó að dómarinn hafi útilokað að Pistorius hafi gerst sekur um morð að yfirlögðu ráði og morð, þá er enn möguleiki að Pistorius verði fundinn sekur um manndráp af gáleysi (e. „culpable homicide“). Réttarhöldum verður fram haldið á morgun.

Eftir að dómarinn hafði frestað réttarhöldunum leit Pistorius í kringum sig, ringlaður á svip. Fjölskylda Steenkamp var fljót að yfirgefa réttarsalinn. Mikill mannfjöldi var saman kominn fyrir utan þinghúsið og fylgdist með þegar Pistorius var leiddur á brott.

Dómarinn, Thokozile Masipa sagði þó ljóst að framferði Pistorius hafi verið gáleysislegt og hann hagað sér fljótfærnislega þegar hann varð Steenkamp að bana.

Fréttaskýrendur BBC segja allt benda til þess að Pistorius verði fundinn sekur um manndráp af gáleysi. Segir í fréttinni að hann gæti hlotið styttri en tíu ára langan fangelsisdóm.

Pistorius var sakaður um að hafa myrt unnustu sína á heimili þeirra í Pretoriu í Suður-Afríku 13. febrúar 2013. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hafa skotið Steenkamp hefur Pistorius ávallt neitað því að hafa banað henni að yfirlögðu ráði. Hann hafi talið að um innbrotsþjóf hafi verið að ræða.

Réttarhöldum verður haldið áfram í fyrramálið, klukkan hálf átta íslenskum tíma.

Hér má nánar lesa um framgang mála í réttarhöldunum í morgun.


Tengdar fréttir

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×