Erlent

Pistorius sekur um manndráp af gáleysi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Oscar Pistorius var sakfelldur fyrir saknæmt manndráp af gáleysi í morgun. Fyrir að hafa skotið kærustu sína. Reevu Steinkamp til bana á heimili þeirra í fyrra.

Hann var einnig sakfelldur fyrir að hleypa af byssu á veitingastað. Hann var sýknaður fyrir að hafa hleypt úr byssu út um topplúgu á bíl og að eiga ólögleg skotfæri.

Hlé hefur verið gert á dómsuppkvaðningunni en hámarksrefsing fyrir saknæmt manndráp er 15 ára fangelsisvist. BBC segir sérfræðinga þó reikna með sjö til tíu ára fangelsisdómi. Refsing Pistorius verður kveðinn upp seinna, en nánari dagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Dómarinn, Thokozile Masipa, sagði hann hegðun hans vera gáleysislega þegar hann skaut fjórum skotum í gegnum klósett hurð á heimili sínu. Hún sagði hann hafa trúað því að innbrotsþjófur væri á klósettinu.

Hún sagði að saksóknarar hefðu ekki getað sannað mál sitt nægjandlega að því leyti að hann var sakaður um að hafa skotið af byssu út um topplúgu bíls. Þá sagði hún vitni ekki hafa verið trúverðug, þar sem mikill munur var á frásögnum þeirra.

Varðandi ólöglegu skotfærin sagði dómarinn að saksóknarar hefðu ekki sannað að Pistorius hefði ætlað sér að eiga skotfærin.

Pistorius var sakfelldur fyrir að hafa hleypt af byssu inn á veitingastað. Refsing fyrir slíkt brot gæti verið sekt eða fangelsisvist í allt að fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×