Erlent

Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fleiri en tuttugu heilbrigðisstarfsmenn í Síerra Leóne hafi látist vegna Ebólu frá því í mars.
Fleiri en tuttugu heilbrigðisstarfsmenn í Síerra Leóne hafi látist vegna Ebólu frá því í mars. Vísir/AFP
Yfirvöld í Síerra Leóne hafa lýst því yfir að dagana 19. til 21. september megi íbúar landsins ekki yfirgefa heimili sín. Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar.

Á vef BBC segir að farsóttin hafi nú dregið um 2.100 manns til dauða í Síerra Leóne, Líberíu, Gíneu og Nígeríu. Fleiri en tuttugu heilbrigðisstarfsmenn í Síerra Leóne hafi látist vegna Ebólu frá því í mars.

Embættismenn í landinu segja að um tuttugu þúsund varðmenn muni sjá um að fólk haldi sig heima til. Heilbrigðisráðherra landsins sagðist ekki eiga von á því að fólk myndi mótmæla útgöngubanninu.

„Ef fólk fylgir ekki banninu, er það að brjóta lögin. Ef það brýtur lögin er það að óhlýðnast forsetanum.“


Tengdar fréttir

Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu.

Baráttan gegn ebólu að tapast

Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×