Auka viðbúnað vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 vísir/afp Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00