Auka viðbúnað vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2014 07:00 vísir/afp Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu. Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn. Ákvörðunin var tekin í kjölfar yfirlýsingar frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni um að búist sé við þúsundum nýrra ebólutilfella í Vestur-Afríku, verði viðbúnaður ekki aukinn. Bandaríkjaher mun setja upp heilsugæslu í Líberíu, ætlaða starfsfólki sem sýkst hefur af veirunni, en á þessu ári hafa 79 heilbrigðisstarfsmenn smitast af ebólu. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu sinni að herinn myndi hjálpa til við að setja upp einangrunarmiðstöðvar og veita heilbrigðisstarfsfólki öryggi í baráttunni við sjúkdóminn. Þá munu Bretar setja upp heilsugæslu í Sierra Leone á næstu vikum, þar sem hægt verður að taka á móti 62 einstaklingum. Litla læknisaðstoð er að fá og erfiðlega gengur að fá heilbrigðisstarfsmenn til aðstoðar. Bretar hyggjast senda starfsmenn á svæðið, meðal annars starfsmenn á vegum samtakanna Save the Children. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin býst við þúsundum nýrra ebólu tilfella á komandi vikum og í yfirlýsingu þeirra segir að þær aðferðir sem notaðar hafa verið til þess að reyna að halda faraldrinum í skefjum hafi ekki borið árangur og því þurfi að auka viðbúnað umtalsvert. Faraldurinn sé stjórnlaus og grípa þurfi í taumana. Yfir tvö þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og eru yfir þrjú þúsund og fimm hundruð sýktir, ríflega helmingur þeirra í Líberíu.
Tengdar fréttir Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08 Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23 Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Ebólufaraldurinn á eftir að versna enn frekar Sóttvarnalæknir Bandaríska landlæknisembættisins segir ljóst að ebólufaraldurinn sem nú geisi í vestur Afríku eigi eftir að versna áður en mönnum tekst að draga úr honum. 28. ágúst 2014 08:08
Bólusetning gerir apa ónæma fyrir ebólu Ónæmið virkar þó aðeins tímabundið, en tilraunir á mönnum er þegar hafin. 7. september 2014 23:23
Lýsa yfir þriggja daga útgöngubanni vegna ebólu Heilbrigðisstarfsmenn munu nota dagana til að einangra ebólusmitaða og reyna að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar. 6. september 2014 14:06
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Þó ólíklegt sé að veiran nái útbreiðslu hérlendis hefur Landspítalinn í samvinnu við Almannavarnir ríkislögreglustjóra gripið til viðeigandi ráðstafanna. 3. september 2014 14:45
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00